Enski boltinn

Titilvörn Leicester hefst í Hull

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Í morgun var dregið í töfluröð fyrir komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

Leicester City hefur titilvörnina í Hull þann 13. ágúst. Stórleikur 1. umferðar verður þó leikur Arsenal og Liverpool.

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, og Pep Guardiola, stjóri Man. City, þurfa ekki að bíða lengi eftir því að hittast því þeirra lið mætast á Old Trafford þann 10. september.

West Ham verður á nýjum velli næsta vetur en liðið flytur á Ólympíuleikvanginn í London í sumar. Fyrsti heimaleikur þeirra á nýja vellinum verður gegn Bournemouth þann 20. ágúst.

Mourinho fer svo á Stamford Bridge til þess að spila gegn Antonio Conte og lærisveinum hans í Chelsea þann 22. október.



Hér má skoða hverning tímabilið lítur út í heild sinni
.

1. umferðin þann 13. ágúst:

Arsenal v Liverpool

Bournemouth v Manchester United

Burnley v Swansea City

Chelsea v West Ham United

Crystal Palace v West Bromwich Albion

Everton v Tottenham Hotspur

Hull City v Leicester City

Manchester City v Sunderland

Middlesbrough v Stoke City

Southampton v Watford

Lokaumferðin þann 21. maí:

Arsenal v Everton

Burnley v West Ham United

Chelsea v Sunderland

Hull City v Tottenham Hotspur

Leicester City v Bournemouth

Liverpool v Middlesbrough

Manchester United v Crystal Palace

Southampton v Stoke City

Swansea City v West Bromwich Albion

Watford v Manchester City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×