TiSA-samningurinn og lýðræði á útsölu Bergsveinn Birgisson skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Ísland er eitt þeirra 50 þjóðríkja innan WTO (World Trade Organisation) sem nú taka þátt í gerð alþjóðlegs samnings sem á yfirborðinu á að snúast um hagræðingu allrar þjónustu landa á milli, en snýst í raun um endanlega yfirtöku stórfyrirtækja á öllum sviðum mannlífs og náttúru. Þetta er svokallaður TiSA-samningur (Trade in Services Agreement). Ef ekki væri fyrir WikiLeaks væru allflestir óvitandi um hvað málið snýst, því öllum umræðum og samningnum sjálfum á að halda leyndum fyrir almenningi fram að undirritun og til næstu fimm ára eftir gildistöku. Samningurinn sjálfur er settur fram í nafni „gagnsæis“. Jafnvel nasistarnir voru ærlegri að því leyti að þeir gerðu heiminum ljóst hver stefna þeirra væri. Nýlega birti breska Oxfam-stofnunin skýrslu sem sýnir að 1% jarðarbúa á nú meira en hin 99%. Af TiSA-samningnum má sjá að prósentið eina og útvalda ætlar ekki að gefa sig fyrr en það á bókstaflega allt. Í þessum sem og öðrum fríverslunarsamningum er kveðið á um hvernig stórfyrirtæki geta rekið dómsmál gegn þjóðríkjum fyrir gerðardómi ef þeim finnst brotið á sér eða markaðslegt olnbogarými þeirra skert svo það bitni á gróða þeirra. Þessi gerðardómur er skipaður þremur lögfræðingum, hvar tveir þeirra eru oftast hallir undir hag fyrirtækisins, en einn frá landinu sem reynir að spyrna gegn hnattræna túrbókapítalismanum. Nú þegar hafa slík mál farið í gegn vegna annarra fríverslunarsamninga. Sænska fyrirtækið Vattenfall fór í mál við Hamborg í Þýskalandi, sem ætlaði að reyna að minnka umsvif kolaorkuvers í bænum í nafni hreinna lofts. Þýskaland þurfti að beygja sig í málinu. Franska stórfyrirtækið Veolia fór í mál við Egyptaland af því að ríkisstjórnin lögfesti lágmarkslaun þegnanna. Philip Morris tóbaksfyrirtækið fór í mál við Ástralíu af því að þeir vildu skerða tóbaksauglýsingar, og svo mætti lengi telja.Gefið alræðisvald Með TiSA-samningnum er stórfyrirtækjum gefið alræðisvald í nafni markaðstrúar, fríverslunar og „hagræðingar“. Samningurinn mun ná utan um 70% alþjóðamarkaðsins af allri þjónustu, allt frá fjármálum til heilbrigðismála. Á WikiLeaks má lesa að ákvæði um einkavæðingu eru óafturkallanleg, það þýðir að lönd geta ekki gert lykilþjónustu opinbera á ný, þótt þau muni upplifa að allt versni þegar fjarlægt stórfyrirtæki fer að reka elliheimili og leikskóla landsins. Og þótt undanþága fáist varðandi lykilþjónustu, snýst mannlífið um margt fleira. Hér er verið að umbylta hversdagslífi okkar allra; lýðræði, kjarabarátta margra kynslóða og hugsjónir um réttlátari auðæfaskiptingu eru seld á einu bretti. Nú mun loftslagsráðstefnu í París brátt hleypt af stokkunum, og þjóðir vonandi skuldbinda sig til að minnka útlosun koltvísýrings og eiturefna. Ef TiSA-samningurinn gengur í gildi geta sömu þjóðríki lent í málaferlum við stórfyrirtæki innan stóriðju sem munu telja á sér brotið, og í raun tapað málinu eins og reglan er. Nú eru umræður komnar í gang um sæstreng frá Íslandi, og fræg söngkona hefur beðið alþjóðasamfélagið um að „bjarga okkur frá ríkisstjórninni“. Ef marka má það sem lekið hefur um TiSA-samninginn, væri nær að biðja um björgun frá honum. Ef alþjóðleg stórfyrirtæki munu standa að fjármögnun og framkvæmd, verða þeirra hagsmunir í fyrirrúmi. Af öllu að dæma geta þau farið í mál við ríkið ef land eða fossar eru friðaðir. Kannski eygja þau mikla möguleika í risastíflu við Þingvallavatn? Þá mætti yrkja: „Nú er hún Snorrabúð sokkin.“ Hér er um að ræða eina mikilvægustu ákvörðunartöku seinni tíma, er getur skilið á milli þess hvort sómasamlegu mannlífi þoki nokkuð á leið eða hvort Markaðsins útvöldu, stórfyrirtæki með gróðahugsun eina, muni fá að stofna til einræðis og þrælahalds í anda fornaldar. Að ætla að gefa stórkapítalnum lýðræði landa og þjóða með slíku leynimakki er gróteskur glæpur gegn þegnunum. Opin umræða er fyrsta skref í að afstýra slíku slysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Ísland er eitt þeirra 50 þjóðríkja innan WTO (World Trade Organisation) sem nú taka þátt í gerð alþjóðlegs samnings sem á yfirborðinu á að snúast um hagræðingu allrar þjónustu landa á milli, en snýst í raun um endanlega yfirtöku stórfyrirtækja á öllum sviðum mannlífs og náttúru. Þetta er svokallaður TiSA-samningur (Trade in Services Agreement). Ef ekki væri fyrir WikiLeaks væru allflestir óvitandi um hvað málið snýst, því öllum umræðum og samningnum sjálfum á að halda leyndum fyrir almenningi fram að undirritun og til næstu fimm ára eftir gildistöku. Samningurinn sjálfur er settur fram í nafni „gagnsæis“. Jafnvel nasistarnir voru ærlegri að því leyti að þeir gerðu heiminum ljóst hver stefna þeirra væri. Nýlega birti breska Oxfam-stofnunin skýrslu sem sýnir að 1% jarðarbúa á nú meira en hin 99%. Af TiSA-samningnum má sjá að prósentið eina og útvalda ætlar ekki að gefa sig fyrr en það á bókstaflega allt. Í þessum sem og öðrum fríverslunarsamningum er kveðið á um hvernig stórfyrirtæki geta rekið dómsmál gegn þjóðríkjum fyrir gerðardómi ef þeim finnst brotið á sér eða markaðslegt olnbogarými þeirra skert svo það bitni á gróða þeirra. Þessi gerðardómur er skipaður þremur lögfræðingum, hvar tveir þeirra eru oftast hallir undir hag fyrirtækisins, en einn frá landinu sem reynir að spyrna gegn hnattræna túrbókapítalismanum. Nú þegar hafa slík mál farið í gegn vegna annarra fríverslunarsamninga. Sænska fyrirtækið Vattenfall fór í mál við Hamborg í Þýskalandi, sem ætlaði að reyna að minnka umsvif kolaorkuvers í bænum í nafni hreinna lofts. Þýskaland þurfti að beygja sig í málinu. Franska stórfyrirtækið Veolia fór í mál við Egyptaland af því að ríkisstjórnin lögfesti lágmarkslaun þegnanna. Philip Morris tóbaksfyrirtækið fór í mál við Ástralíu af því að þeir vildu skerða tóbaksauglýsingar, og svo mætti lengi telja.Gefið alræðisvald Með TiSA-samningnum er stórfyrirtækjum gefið alræðisvald í nafni markaðstrúar, fríverslunar og „hagræðingar“. Samningurinn mun ná utan um 70% alþjóðamarkaðsins af allri þjónustu, allt frá fjármálum til heilbrigðismála. Á WikiLeaks má lesa að ákvæði um einkavæðingu eru óafturkallanleg, það þýðir að lönd geta ekki gert lykilþjónustu opinbera á ný, þótt þau muni upplifa að allt versni þegar fjarlægt stórfyrirtæki fer að reka elliheimili og leikskóla landsins. Og þótt undanþága fáist varðandi lykilþjónustu, snýst mannlífið um margt fleira. Hér er verið að umbylta hversdagslífi okkar allra; lýðræði, kjarabarátta margra kynslóða og hugsjónir um réttlátari auðæfaskiptingu eru seld á einu bretti. Nú mun loftslagsráðstefnu í París brátt hleypt af stokkunum, og þjóðir vonandi skuldbinda sig til að minnka útlosun koltvísýrings og eiturefna. Ef TiSA-samningurinn gengur í gildi geta sömu þjóðríki lent í málaferlum við stórfyrirtæki innan stóriðju sem munu telja á sér brotið, og í raun tapað málinu eins og reglan er. Nú eru umræður komnar í gang um sæstreng frá Íslandi, og fræg söngkona hefur beðið alþjóðasamfélagið um að „bjarga okkur frá ríkisstjórninni“. Ef marka má það sem lekið hefur um TiSA-samninginn, væri nær að biðja um björgun frá honum. Ef alþjóðleg stórfyrirtæki munu standa að fjármögnun og framkvæmd, verða þeirra hagsmunir í fyrirrúmi. Af öllu að dæma geta þau farið í mál við ríkið ef land eða fossar eru friðaðir. Kannski eygja þau mikla möguleika í risastíflu við Þingvallavatn? Þá mætti yrkja: „Nú er hún Snorrabúð sokkin.“ Hér er um að ræða eina mikilvægustu ákvörðunartöku seinni tíma, er getur skilið á milli þess hvort sómasamlegu mannlífi þoki nokkuð á leið eða hvort Markaðsins útvöldu, stórfyrirtæki með gróðahugsun eina, muni fá að stofna til einræðis og þrælahalds í anda fornaldar. Að ætla að gefa stórkapítalnum lýðræði landa og þjóða með slíku leynimakki er gróteskur glæpur gegn þegnunum. Opin umræða er fyrsta skref í að afstýra slíku slysi.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun