Tímamót í heilsugæslu? 1. mars 2016 07:00 Sá sem hér ritar hefur sl. áratug í ræðu og riti varað við afleiðingum þess að heilbrigðisyfirvöld hlúi ekki nægilega að heilsugæslu á Íslandi. Þar er að finna grunnþjónustu í heilbrigðismálum og er mikilvægt að sú þjónusta sé reist á styrkum stoðum með víðtækum afleiðingum fyrir allt heilbrigðiskerfið. Frá því að ég kom heim eftir sérnám árið 1999 hefur því miður verið langvinn undirmönnun heimilislækna. Skömmu eftir heimkomu stóð ég fyrir því í samvinnu við Landspítalann að sett var á laggirnar göngudeild sykursjúkra á Suðurnesjum og starfaði ég eftir það á 15 árum sem heimilislæknir, yfirlæknir og í bráðaþjónustu í mörgum landshlutum. Á sama tíma tók ég þátt í stjórnarstarfi meðal heimilislækna og í Læknafélagi Íslands. Allan þann tíma voru áhyggjur af undirmönnun til umfjöllunar og hafa heimilislæknar ekki haft mikla ástæðu til bjartsýni. Meðalaldur heimilislækna er hár og nýliðun hefur ekki verið nægileg sem er hið versta mál því móttaka heimilislækna er kjarni heilsugæslunnar og sá hluti sem viðkvæmastur er fyrir undirmönnun. Nú gerast hins vegar þau tíðindi að heilbrigðisráðherra boðar möguleika á fjölbreyttara rekstrarformi í heilsugæslu. Ekki stendur til frekar en endranær að einkavæða heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisstarfsfólki verður gert kleift að reka heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu (fyrst um sinn) samkvæmt samningi við heilbrigðisyfirvöld en á sama tíma skal verða grundvallarbreyting á greiðslufyrirkomulagi. Fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands mun fylgja sjúkratryggðum allt eftir því hvaða heilsugæslustöð viðkomandi skjólstæðingur velur til að fá þjónustu frá. Ríkisreknu stöðvarnar halda áfram sinni starfsemi hér eftir sem hingað til en hinar nýju, einkareknu, bætast við og þar með fjölgar heilsugæslum. Persónulega hef ég góða reynslu af þessu einkarekstrar- og greiðslufyrirkomulagi sem ég kynntist við vinnu í Svíþjóð. Nú er að sjá hver viðbrögð verða við þessum nýju áherslum en ég get ekki annað en hrósað Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra fyrir hans viðleitni. Varla getur ástandið orðið verra við þessar breytingar og eitthvað verður að reyna til að efla heilsugæsluna um land allt. Staðreynd er að einhverjir tugir íslenskra lækna eru í heimilislæknasérnámi erlendis (aðallega á Norðurlöndum) eða eru þegar orðnir sérfræðingar í faginu. Fari svo að þessar nýjungar í rekstrarformi heilsugæslu leiði til þess að segjum 25 sérfræðingar kjósi að flytja heim og sumir þeirra vilji vinna í opinbera geiranum en aðrir á einkarekinni stöð, er ljóst að um mjög jákvæðar breytingar í mönnun heimilislækna er að ræða. Við skulum sjá hvað setur og vona það besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Sá sem hér ritar hefur sl. áratug í ræðu og riti varað við afleiðingum þess að heilbrigðisyfirvöld hlúi ekki nægilega að heilsugæslu á Íslandi. Þar er að finna grunnþjónustu í heilbrigðismálum og er mikilvægt að sú þjónusta sé reist á styrkum stoðum með víðtækum afleiðingum fyrir allt heilbrigðiskerfið. Frá því að ég kom heim eftir sérnám árið 1999 hefur því miður verið langvinn undirmönnun heimilislækna. Skömmu eftir heimkomu stóð ég fyrir því í samvinnu við Landspítalann að sett var á laggirnar göngudeild sykursjúkra á Suðurnesjum og starfaði ég eftir það á 15 árum sem heimilislæknir, yfirlæknir og í bráðaþjónustu í mörgum landshlutum. Á sama tíma tók ég þátt í stjórnarstarfi meðal heimilislækna og í Læknafélagi Íslands. Allan þann tíma voru áhyggjur af undirmönnun til umfjöllunar og hafa heimilislæknar ekki haft mikla ástæðu til bjartsýni. Meðalaldur heimilislækna er hár og nýliðun hefur ekki verið nægileg sem er hið versta mál því móttaka heimilislækna er kjarni heilsugæslunnar og sá hluti sem viðkvæmastur er fyrir undirmönnun. Nú gerast hins vegar þau tíðindi að heilbrigðisráðherra boðar möguleika á fjölbreyttara rekstrarformi í heilsugæslu. Ekki stendur til frekar en endranær að einkavæða heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisstarfsfólki verður gert kleift að reka heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu (fyrst um sinn) samkvæmt samningi við heilbrigðisyfirvöld en á sama tíma skal verða grundvallarbreyting á greiðslufyrirkomulagi. Fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands mun fylgja sjúkratryggðum allt eftir því hvaða heilsugæslustöð viðkomandi skjólstæðingur velur til að fá þjónustu frá. Ríkisreknu stöðvarnar halda áfram sinni starfsemi hér eftir sem hingað til en hinar nýju, einkareknu, bætast við og þar með fjölgar heilsugæslum. Persónulega hef ég góða reynslu af þessu einkarekstrar- og greiðslufyrirkomulagi sem ég kynntist við vinnu í Svíþjóð. Nú er að sjá hver viðbrögð verða við þessum nýju áherslum en ég get ekki annað en hrósað Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra fyrir hans viðleitni. Varla getur ástandið orðið verra við þessar breytingar og eitthvað verður að reyna til að efla heilsugæsluna um land allt. Staðreynd er að einhverjir tugir íslenskra lækna eru í heimilislæknasérnámi erlendis (aðallega á Norðurlöndum) eða eru þegar orðnir sérfræðingar í faginu. Fari svo að þessar nýjungar í rekstrarformi heilsugæslu leiði til þess að segjum 25 sérfræðingar kjósi að flytja heim og sumir þeirra vilji vinna í opinbera geiranum en aðrir á einkarekinni stöð, er ljóst að um mjög jákvæðar breytingar í mönnun heimilislækna er að ræða. Við skulum sjá hvað setur og vona það besta.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar