Til of mikils mælst? Ragnheiður Gestsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Þegar ógnvekjandi tölur um treglæsi unglinga birtust sl. haust tók ég mig til og skrifaði langa grein um málið. Of langa – hún fékk ekki inni hér í blaðinu. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og aðrir orðið til að segja margt af því sem mér lá þá á hjarta, bæði í ræðu og riti. Allir ættu nú orðið að vera meðvitaðir um alvöru málsins og skilja að sjálf bókaþjóðin er í miklum ólestri. Ég ætla því ekkert að vera að þusa, heldur leggja þess í stað til einfalda aðgerð: Gefum börnunum okkar og íslenskri tungu einn klukkutíma á dag. Til þess að þetta geti orðið þurfa foreldrar og skólar að taka höndum saman og gera örlitlar breytingar á daglegum venjum – en það myndi, samkvæmt því sem rannsakað hefur verið, bæta stöðu barnanna umtalsvert hvað varðar lestraráhuga og málþroska. Og svo kostar það ekki krónu. Í fyrsta lagi: Notið tuttugu mínútur (að minnsta kosti) af hverjum skóladegi til yndislestrar. Með því er átt við lestur sjálfvalinna bóka í friði og ró, án nokkurra kvaða. Allir í skólanum nota þessa stund til lestrar, jafnt börn og fullorðnir, og það gildir um nemendur á öllum aldri. Ef skólinn sem þitt barn gengur í hefur ekki enn þá tekið upp daglegan yndislestur, leggðu þá til að það verði gert! Í öðru lagi: Lesið upphátt í skólanum fyrir grunnskólanemendur á öllum stigum í tuttugu mínútur (eða meira) á dag. Lesið úr góðum og skemmtilegum bókum sem hæfa þroska nemendanna. Ef ekki er lesið fyrir barnið þitt í skólanum, spurðu þá hvers vegna það sé ekki gert! Ef þú ert kennari, íhugaðu þá hvort þetta gæti ekki verið einhver mikilvægasta og lærdómsríkasta stund dagsins! Hlustun eykur orðaforða og máltilfinningu, skerpir athygli og einbeitingu, góðar bókmenntir fræða og kenna lífsleikni – og innprenta um leið þá mikilvægu staðreynd að bækur geta verið áhugaverðar og skemmtilegar. Í þriðja lagi: Lestu fyrir barnið þitt heima í tuttugu mínútur (hið minnsta) á hverjum degi! Ekki hætta þótt barnið sé sjálft farið að lesa – haltu áfram eins lengi og það vill sjálft. Þessar stundir geta verið einhverjar þær indælustu sem þið eigið saman. Lestu bækur sem þér þóttu skemmtilegar í bernsku og fylgstu líka með og lestu nýjar bækur. Talið saman um efni bókanna. Farið saman á bókasafnið í leit að nýjum og gömlum fjársjóðum. Hlustið saman á hljóðbækur. Kannið í sameiningu þá heima sem bækurnar veita ykkur aðgang að. Einn klukkutími á dag. Klukkutími sem gefur af sér margfalda ávöxtun í skilningi, færni og ekki síst gleði. Er það til of mikils mælst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ógnvekjandi tölur um treglæsi unglinga birtust sl. haust tók ég mig til og skrifaði langa grein um málið. Of langa – hún fékk ekki inni hér í blaðinu. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og aðrir orðið til að segja margt af því sem mér lá þá á hjarta, bæði í ræðu og riti. Allir ættu nú orðið að vera meðvitaðir um alvöru málsins og skilja að sjálf bókaþjóðin er í miklum ólestri. Ég ætla því ekkert að vera að þusa, heldur leggja þess í stað til einfalda aðgerð: Gefum börnunum okkar og íslenskri tungu einn klukkutíma á dag. Til þess að þetta geti orðið þurfa foreldrar og skólar að taka höndum saman og gera örlitlar breytingar á daglegum venjum – en það myndi, samkvæmt því sem rannsakað hefur verið, bæta stöðu barnanna umtalsvert hvað varðar lestraráhuga og málþroska. Og svo kostar það ekki krónu. Í fyrsta lagi: Notið tuttugu mínútur (að minnsta kosti) af hverjum skóladegi til yndislestrar. Með því er átt við lestur sjálfvalinna bóka í friði og ró, án nokkurra kvaða. Allir í skólanum nota þessa stund til lestrar, jafnt börn og fullorðnir, og það gildir um nemendur á öllum aldri. Ef skólinn sem þitt barn gengur í hefur ekki enn þá tekið upp daglegan yndislestur, leggðu þá til að það verði gert! Í öðru lagi: Lesið upphátt í skólanum fyrir grunnskólanemendur á öllum stigum í tuttugu mínútur (eða meira) á dag. Lesið úr góðum og skemmtilegum bókum sem hæfa þroska nemendanna. Ef ekki er lesið fyrir barnið þitt í skólanum, spurðu þá hvers vegna það sé ekki gert! Ef þú ert kennari, íhugaðu þá hvort þetta gæti ekki verið einhver mikilvægasta og lærdómsríkasta stund dagsins! Hlustun eykur orðaforða og máltilfinningu, skerpir athygli og einbeitingu, góðar bókmenntir fræða og kenna lífsleikni – og innprenta um leið þá mikilvægu staðreynd að bækur geta verið áhugaverðar og skemmtilegar. Í þriðja lagi: Lestu fyrir barnið þitt heima í tuttugu mínútur (hið minnsta) á hverjum degi! Ekki hætta þótt barnið sé sjálft farið að lesa – haltu áfram eins lengi og það vill sjálft. Þessar stundir geta verið einhverjar þær indælustu sem þið eigið saman. Lestu bækur sem þér þóttu skemmtilegar í bernsku og fylgstu líka með og lestu nýjar bækur. Talið saman um efni bókanna. Farið saman á bókasafnið í leit að nýjum og gömlum fjársjóðum. Hlustið saman á hljóðbækur. Kannið í sameiningu þá heima sem bækurnar veita ykkur aðgang að. Einn klukkutími á dag. Klukkutími sem gefur af sér margfalda ávöxtun í skilningi, færni og ekki síst gleði. Er það til of mikils mælst?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun