Til hvers er barist? Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar 3. febrúar 2011 06:15 Nú liggur fyrir að skera eigi niður fjárframlög til tónlistarmenntunar í höfuðborginni þriðja árið í röð. Skera á niður um 11% frá 2010 en þar sem niðurskurðurinn á allur að koma til framkvæmda frá og með haustmánuðum væri í raun nær að tala um 33% fyrir skólaárið 2011-12. Að óbreyttu munu skólar á borð við Tónlistarskólann í Reykjavík skella í lás á næsta skólaári. Mann setur hljóðan. Það er viðkvæmt að bera saman málaflokkana tónlist og íþróttir. Reyndar svo viðvæmt að við ritun þessa greinarkorns bárust mér fjölmargar aðvaranir þess efnis. Að „veitast að" íþróttahreyfingunni á þann hátt virðist jafngilda því að segjast hlynntur offitu barna, ofdrykkju og eiturlyfjaneyslu. Ekki ætla ég að gerast sekur um það - öðru nær, ég sem eitt sinn náði þeim frama að vera stoltur (en nokkuð slánalegur) miðjumaður í fjórða flokki Vals. Það er líka leiðinlegt að horfa upp á kreppuna deila og drottna; etja hagsmunahópum hverjum á móti öðrum og skapa sundrungu og almenn leiðindi. Þannig hefur til dæmis viðgengist að láta eins og tónlistin sé að mergsjúga heilbrigðisþjónustuna - en íþróttamálin, á þau má varla anda. Staðreyndin er hins vegar sú að íþróttastarf og tónlistarnám eru á margan hátt sambærilegir málaflokkar sem eðlilegt er að setja í samhengi hvorn við annan í slíkri umræðu - eða voru sambærilegir, ef marka á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar frá því árið 2004. Hins vegar hefur þróunin verið sú að meðan íþróttahreyfingin naut velvildar þeirra fjölmörgu borgarstjórna sem sátu í góðærinu, urðu tónlistarskólar Reykjavíkurborgar eftir. Þeir fengu hlutfallslega sífellt smærri sneið af sívaxandi kökunni og skólagjöld hækkuðu því linnulaust, samanlagt 50% síðan 2004. Vonlaus refskákÍ meðfylgjandi töflu sést þróun fjárheimilda borgarinnar til tónlistarskólanna annars vegar og hins vegar til æfinga- og húsaleigustyrkja ÍTR árin 2004-2011. Upphæðirnar eru í milljónum króna.Sé mið tekið af núverandi fjárhagsáætlun hafa fjárheimildir til tónlistarskólanna fyrir árið 2011 hækkað um 8% samanborið við árið 2004 á meðan æfinga- og húsaleigustyrkir ÍTR hafa hækkað um 173%. Þessar tölur eru ekki framreiknaðar þannig að í raun er staða tónlistarskólanna umtalsvert verri en taflan gefur til kynna. Borgaryfirvöld verða að meta niðurskurð út frá þróun mála á þenslutímum. Á því flaska þau og setja framtíð tónlistar á Íslandi í hættu. Á síðasta borgarstjórnarfundi virtist sem eina lausn menntaráðs til bjargar tónlistarmenntun fælist í því að skera enn frekar af grunnskólum. Það væri fráleitt og því er augljóst að endurhugsa þarf rækilega skiptingu milli menntasviðs og íþrótta og tómstundasviðs fyrir 2011. Ef borgin myndi kosta nemendur í framhaldsstigi á þessu ári, líkt og henni ber skylda til, væri nær að tala um 720 milljónir til tónlistarskólanna. Borgarstjórn Reykjavíkur teflir nú fram tónlistarnemendum á framhaldsstigi sem fórnarpeði í sjö ára refskák sinni við menntamálaráðuneytið um hver skuli kosta nemendur á framhaldsstigi í tónlist. Menntamálaráðherra hefur tekið vel í að borga framhaldsstig tónlistarskólanna en borgaryfirvöld frábiðja sér að borga nám sextán ára og eldri. Það er óeðlileg krafa þar sem ekki er hægt að miða við samræmdu prófin í listmenntun. Gjörólíkt eðli mismunandi hljóðfæranáms sem og söngsnáms ættu að vera augljós rök.Að skora í gatslitin netAð ofan er komið inn á rekstrarstyrki til ÍTR en ótaldir eru auðvitað byggingarstyrkirnir sem námu yfir 2.600 milljónum króna á sama tímabili. Byggingarstyrkir til tónlistarskóla borgarinnar voru engir. Í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ hafa sérhannaðar byggingar undir tónlistarmenntun hafa risið undanfarin ár. Í Tónlistarskólanum í Reykjavík, þeim skóla sem er mér kærastur af öllum þeim sem ég hef numið við, starfa margir fremstu listamenn þjóðarinnar áfram í skrifstofuhúsnæðinu yfir Vinabæjarbingóinu í Skipholti, í níu óhljóðeinangruðum skólastofum með pappírsþunnum veggjum, gefandi ófáa ólaunaða aukatíma í yfirvinnu, enda starfa bestu tónlistarkennararnir ekki eftir klukkunni.Flyglar skólans eru þeir sömu og móðir mín æfði sig á fyrir fjörutíu árum. Á þeim tíma þóttu þeir á síðasta snúningi. Aðstöðu tónlistarskólans má líkja við það að stunda knattspyrnuæfingar á sömu skóm og með sama knettinum í fjörutíu ár, skorandi í gatslitin net. Þó útskrifar skólinn aðdáunarverða tónlistarmenn ár eftir ár, tónlistarmenn sem stjórnmálamenn punta sig með á tyllidögum.Öld hagtölunnarVið lifum á tímum hagtalna, fram hjá því verður ekki horft. Frægðarsól þeirra hefur risið jafnt og þétt og nú er svo komið að ár hvert er þeim helgaður sérstakur dagur á heimsvísu, 20. október. Að manni setur kjánahroll þegar maður stendur sig að því að fella listgreinarnar í sömu talnamót og notuð eru um aðrar framleiðslugreinar, það er þversagnakennt, enda ætti listin að taka við þar sem tölunum sleppir á 21. öldinni. Tónlistarmenn skyldu þó ekki óttast þá umræðu, kannski er hún löngu tímabær á Íslandi. Það er nefnilega landlægt viðhorf að tónlistarmenn (og listamenn almennt) séu öðrum skattborgurum byrði og það hefur óhjákvæmilega áhrif á sjálfsmynd stéttarinnar. Skemmst er að minnast umtalaðrar skýrslu menntamálaráðuneytisins frá byrjun desember þar sem fram kom að heildarvelta menningar á Íslandi árið 2009 hefði verið 191 milljarður króna, 6% af þjóðarframleiðslu.Virðisaukaskattsskyld velta landbúnaðar var til samanburðar 1% og fiskveiðar 4%. Af listaspírunum spretta því líka peningar. Hagfræðileg rök gegn því að kippa grunnstoðunum undan tónlistarmenntun Reykjavíkurborgar ættu því að duga borgaryfirvöldum, ein og sér, hafi tónlistin ekki nægt gildi fyrir þeim í sjálfri sér. Þannig var óþolandi að hlusta á borgarstjóra og aðra í besta flokki tala klisjukennt um yndi tónlistar sl. þriðjudag allt út frá sömu hugsun og niðurstöðu: tónlist væri „hobbý" sem réttlætanlegt væri að setja skörinni lægra en aðra menntun þegar að kreppti. Það er röng hugsun, henni þarf að útrýma. Tónlist er gríðarstór atvinnuvegur sem veltir tugmilljörðum. Fegurð hennar virðist blinda borgarstjórnendum sýn.„Til hvers erum við þá að berjast?" - þannig hljómuðu viðbrögð Winstons Churchill við tillögum um að færa opinber framlög til lista yfir í stríðsrekstur í seinna stríði. Orð hans koma ósjaldan upp í hugann þegar listsköpun og listmenntun verða fyrir barðinu á óupplýstri umræðu á Íslandi. Í íslenskum stjórnmálum ríkir jafnan stríðsástand, í kreppu sem góðæri. Til hvers berjast Samfylkingin og Besti flokkurinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að skera eigi niður fjárframlög til tónlistarmenntunar í höfuðborginni þriðja árið í röð. Skera á niður um 11% frá 2010 en þar sem niðurskurðurinn á allur að koma til framkvæmda frá og með haustmánuðum væri í raun nær að tala um 33% fyrir skólaárið 2011-12. Að óbreyttu munu skólar á borð við Tónlistarskólann í Reykjavík skella í lás á næsta skólaári. Mann setur hljóðan. Það er viðkvæmt að bera saman málaflokkana tónlist og íþróttir. Reyndar svo viðvæmt að við ritun þessa greinarkorns bárust mér fjölmargar aðvaranir þess efnis. Að „veitast að" íþróttahreyfingunni á þann hátt virðist jafngilda því að segjast hlynntur offitu barna, ofdrykkju og eiturlyfjaneyslu. Ekki ætla ég að gerast sekur um það - öðru nær, ég sem eitt sinn náði þeim frama að vera stoltur (en nokkuð slánalegur) miðjumaður í fjórða flokki Vals. Það er líka leiðinlegt að horfa upp á kreppuna deila og drottna; etja hagsmunahópum hverjum á móti öðrum og skapa sundrungu og almenn leiðindi. Þannig hefur til dæmis viðgengist að láta eins og tónlistin sé að mergsjúga heilbrigðisþjónustuna - en íþróttamálin, á þau má varla anda. Staðreyndin er hins vegar sú að íþróttastarf og tónlistarnám eru á margan hátt sambærilegir málaflokkar sem eðlilegt er að setja í samhengi hvorn við annan í slíkri umræðu - eða voru sambærilegir, ef marka á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar frá því árið 2004. Hins vegar hefur þróunin verið sú að meðan íþróttahreyfingin naut velvildar þeirra fjölmörgu borgarstjórna sem sátu í góðærinu, urðu tónlistarskólar Reykjavíkurborgar eftir. Þeir fengu hlutfallslega sífellt smærri sneið af sívaxandi kökunni og skólagjöld hækkuðu því linnulaust, samanlagt 50% síðan 2004. Vonlaus refskákÍ meðfylgjandi töflu sést þróun fjárheimilda borgarinnar til tónlistarskólanna annars vegar og hins vegar til æfinga- og húsaleigustyrkja ÍTR árin 2004-2011. Upphæðirnar eru í milljónum króna.Sé mið tekið af núverandi fjárhagsáætlun hafa fjárheimildir til tónlistarskólanna fyrir árið 2011 hækkað um 8% samanborið við árið 2004 á meðan æfinga- og húsaleigustyrkir ÍTR hafa hækkað um 173%. Þessar tölur eru ekki framreiknaðar þannig að í raun er staða tónlistarskólanna umtalsvert verri en taflan gefur til kynna. Borgaryfirvöld verða að meta niðurskurð út frá þróun mála á þenslutímum. Á því flaska þau og setja framtíð tónlistar á Íslandi í hættu. Á síðasta borgarstjórnarfundi virtist sem eina lausn menntaráðs til bjargar tónlistarmenntun fælist í því að skera enn frekar af grunnskólum. Það væri fráleitt og því er augljóst að endurhugsa þarf rækilega skiptingu milli menntasviðs og íþrótta og tómstundasviðs fyrir 2011. Ef borgin myndi kosta nemendur í framhaldsstigi á þessu ári, líkt og henni ber skylda til, væri nær að tala um 720 milljónir til tónlistarskólanna. Borgarstjórn Reykjavíkur teflir nú fram tónlistarnemendum á framhaldsstigi sem fórnarpeði í sjö ára refskák sinni við menntamálaráðuneytið um hver skuli kosta nemendur á framhaldsstigi í tónlist. Menntamálaráðherra hefur tekið vel í að borga framhaldsstig tónlistarskólanna en borgaryfirvöld frábiðja sér að borga nám sextán ára og eldri. Það er óeðlileg krafa þar sem ekki er hægt að miða við samræmdu prófin í listmenntun. Gjörólíkt eðli mismunandi hljóðfæranáms sem og söngsnáms ættu að vera augljós rök.Að skora í gatslitin netAð ofan er komið inn á rekstrarstyrki til ÍTR en ótaldir eru auðvitað byggingarstyrkirnir sem námu yfir 2.600 milljónum króna á sama tímabili. Byggingarstyrkir til tónlistarskóla borgarinnar voru engir. Í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ hafa sérhannaðar byggingar undir tónlistarmenntun hafa risið undanfarin ár. Í Tónlistarskólanum í Reykjavík, þeim skóla sem er mér kærastur af öllum þeim sem ég hef numið við, starfa margir fremstu listamenn þjóðarinnar áfram í skrifstofuhúsnæðinu yfir Vinabæjarbingóinu í Skipholti, í níu óhljóðeinangruðum skólastofum með pappírsþunnum veggjum, gefandi ófáa ólaunaða aukatíma í yfirvinnu, enda starfa bestu tónlistarkennararnir ekki eftir klukkunni.Flyglar skólans eru þeir sömu og móðir mín æfði sig á fyrir fjörutíu árum. Á þeim tíma þóttu þeir á síðasta snúningi. Aðstöðu tónlistarskólans má líkja við það að stunda knattspyrnuæfingar á sömu skóm og með sama knettinum í fjörutíu ár, skorandi í gatslitin net. Þó útskrifar skólinn aðdáunarverða tónlistarmenn ár eftir ár, tónlistarmenn sem stjórnmálamenn punta sig með á tyllidögum.Öld hagtölunnarVið lifum á tímum hagtalna, fram hjá því verður ekki horft. Frægðarsól þeirra hefur risið jafnt og þétt og nú er svo komið að ár hvert er þeim helgaður sérstakur dagur á heimsvísu, 20. október. Að manni setur kjánahroll þegar maður stendur sig að því að fella listgreinarnar í sömu talnamót og notuð eru um aðrar framleiðslugreinar, það er þversagnakennt, enda ætti listin að taka við þar sem tölunum sleppir á 21. öldinni. Tónlistarmenn skyldu þó ekki óttast þá umræðu, kannski er hún löngu tímabær á Íslandi. Það er nefnilega landlægt viðhorf að tónlistarmenn (og listamenn almennt) séu öðrum skattborgurum byrði og það hefur óhjákvæmilega áhrif á sjálfsmynd stéttarinnar. Skemmst er að minnast umtalaðrar skýrslu menntamálaráðuneytisins frá byrjun desember þar sem fram kom að heildarvelta menningar á Íslandi árið 2009 hefði verið 191 milljarður króna, 6% af þjóðarframleiðslu.Virðisaukaskattsskyld velta landbúnaðar var til samanburðar 1% og fiskveiðar 4%. Af listaspírunum spretta því líka peningar. Hagfræðileg rök gegn því að kippa grunnstoðunum undan tónlistarmenntun Reykjavíkurborgar ættu því að duga borgaryfirvöldum, ein og sér, hafi tónlistin ekki nægt gildi fyrir þeim í sjálfri sér. Þannig var óþolandi að hlusta á borgarstjóra og aðra í besta flokki tala klisjukennt um yndi tónlistar sl. þriðjudag allt út frá sömu hugsun og niðurstöðu: tónlist væri „hobbý" sem réttlætanlegt væri að setja skörinni lægra en aðra menntun þegar að kreppti. Það er röng hugsun, henni þarf að útrýma. Tónlist er gríðarstór atvinnuvegur sem veltir tugmilljörðum. Fegurð hennar virðist blinda borgarstjórnendum sýn.„Til hvers erum við þá að berjast?" - þannig hljómuðu viðbrögð Winstons Churchill við tillögum um að færa opinber framlög til lista yfir í stríðsrekstur í seinna stríði. Orð hans koma ósjaldan upp í hugann þegar listsköpun og listmenntun verða fyrir barðinu á óupplýstri umræðu á Íslandi. Í íslenskum stjórnmálum ríkir jafnan stríðsástand, í kreppu sem góðæri. Til hvers berjast Samfylkingin og Besti flokkurinn?
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar