Til hamingju LÍÚ Bergvin Oddsson skrifar 22. júlí 2010 06:00 Útgerðarmenn hringinn í kringum Ísland og hagsmunasamtök þeirra, LÍÚ, hafa síðustu árin og áratugina, átt í miklum deilum við stjórnvöld og þjóðina alla, um hvað eigi að gera við fiskinn í sjónum umhverfis landið, og hver ætti eiginlega þennan fisk. Oft á tíðum hefur þjóðin fundið til samúðar með aumingja útvegsmönnunum, sem alltaf hafa þurft að reka stríðshernað gagnvart stjórnvöldum, til þess að eiga fisk í soðið fyrir sig og sína. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið, var greint frá því að útgerðarmenn væru afar óhressir með ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa frjálsar veiðiheimildir á rækju á næstkomandi fiskveiðiári. Síðastliðin ár hefur rækjukvótinn verið í kringum sjö þúsund tonn, og hefur kvótinn síðustu árin aldrei veiðst að fullu. Stundum hefur ekki einu sinni helmingur af kvótanum verið veiddur. Af hverju skyldi það vera? Jú, vegna þess að útgerðarmenn hafa leyfi til þess að breyta t.d. rækjukvóta í skötusels- eða ýsukvóta án þess að þurfa að greiða krónu fyrir breytinguna, þrátt fyrir að rækjukvótinn sé töluvert ódýrari en skötusels- og ýsukvótinn. LÍÚ segir að nú sé verið að innkalla veiðiheimildir, bak við tjöldin og í kringum lögin. Ég spyr: Innkalla hvaða fisk sem er ekki einu sinni veiddur? Ég get ekki sagt að ég sé alltaf ánægður með Jón Bjarnason, sem veit stundum ekki hvort hann er að koma eða fara. En í þessu máli tek ég ofan hattinn fyrir honum. Það er mín skoðun, að besta leiðin, til þess að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og gera það sem sanngjarnast fyrir þá sem veiða fiskinn og okkur smælingjana, er að leyfa útgerðinni að stjórna því sjálfri hvort hún vilji fyrna kvótann og borga minni skatt, eða þá halda öllum sínum kvóta og borga meiri skatt. Það er gjörsamlega óþolandi að útgerðarmenn svívirða löggjöfina um kvótann, og breyta ódýrustu aflategundunum í þær dýrustu, án þess að greiða krónu fyrir aukalega. LÍÚ tók svo steininn úr í sama kvöldfréttatímanum á Stöð 2, þegar sagt var frá því að átta af hverjum tíu útgerðum gera upp í erlendri mynt. Af þeim hópi útgerða sem gera upp í erlendri mynt eru þrjár af fjórum sem gera það í evrum. Útgerðarmenn og talsmenn LÍÚ, eru nú algjörlega búnir að missa allt traust mitt og álit. Einn daginn vilja þeir ekki heyra á það minnst að kíkja í kaffi til Brussel og kanna hvað við fáum út úr aðildarviðræðum við ESB. Hinn daginn, talar svo LÍÚ um að hægt sé að taka upp einhliða evru. Það hefur margítrekað komið fram að sá möguleiki sé ekki fyrir hendi. Nú er nóg komið af útgerðinni og talsmönnum hennar, sem tala bara í kross, og út og suður. En það er allt í lagi að gera upp í erlendri mynt, til þess að græða sem mest og vilja samt sem áður láta okkur borga brúsann. Það er að mínu mati mannréttindabrot, þegar bæði hagsmunasamtök og heilu stjórnmálahreyfingarnar, ætla sér ekki að leyfa málinu að fara í lýðræðislega kosningu og leyfa okkur hinum ekki að segja til um það af eða á. Það er réttur hvers manns að segja til um hvort hann eða hún vilji ganga inn í Evrópusambandið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Útgerðarmenn hringinn í kringum Ísland og hagsmunasamtök þeirra, LÍÚ, hafa síðustu árin og áratugina, átt í miklum deilum við stjórnvöld og þjóðina alla, um hvað eigi að gera við fiskinn í sjónum umhverfis landið, og hver ætti eiginlega þennan fisk. Oft á tíðum hefur þjóðin fundið til samúðar með aumingja útvegsmönnunum, sem alltaf hafa þurft að reka stríðshernað gagnvart stjórnvöldum, til þess að eiga fisk í soðið fyrir sig og sína. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið, var greint frá því að útgerðarmenn væru afar óhressir með ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa frjálsar veiðiheimildir á rækju á næstkomandi fiskveiðiári. Síðastliðin ár hefur rækjukvótinn verið í kringum sjö þúsund tonn, og hefur kvótinn síðustu árin aldrei veiðst að fullu. Stundum hefur ekki einu sinni helmingur af kvótanum verið veiddur. Af hverju skyldi það vera? Jú, vegna þess að útgerðarmenn hafa leyfi til þess að breyta t.d. rækjukvóta í skötusels- eða ýsukvóta án þess að þurfa að greiða krónu fyrir breytinguna, þrátt fyrir að rækjukvótinn sé töluvert ódýrari en skötusels- og ýsukvótinn. LÍÚ segir að nú sé verið að innkalla veiðiheimildir, bak við tjöldin og í kringum lögin. Ég spyr: Innkalla hvaða fisk sem er ekki einu sinni veiddur? Ég get ekki sagt að ég sé alltaf ánægður með Jón Bjarnason, sem veit stundum ekki hvort hann er að koma eða fara. En í þessu máli tek ég ofan hattinn fyrir honum. Það er mín skoðun, að besta leiðin, til þess að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og gera það sem sanngjarnast fyrir þá sem veiða fiskinn og okkur smælingjana, er að leyfa útgerðinni að stjórna því sjálfri hvort hún vilji fyrna kvótann og borga minni skatt, eða þá halda öllum sínum kvóta og borga meiri skatt. Það er gjörsamlega óþolandi að útgerðarmenn svívirða löggjöfina um kvótann, og breyta ódýrustu aflategundunum í þær dýrustu, án þess að greiða krónu fyrir aukalega. LÍÚ tók svo steininn úr í sama kvöldfréttatímanum á Stöð 2, þegar sagt var frá því að átta af hverjum tíu útgerðum gera upp í erlendri mynt. Af þeim hópi útgerða sem gera upp í erlendri mynt eru þrjár af fjórum sem gera það í evrum. Útgerðarmenn og talsmenn LÍÚ, eru nú algjörlega búnir að missa allt traust mitt og álit. Einn daginn vilja þeir ekki heyra á það minnst að kíkja í kaffi til Brussel og kanna hvað við fáum út úr aðildarviðræðum við ESB. Hinn daginn, talar svo LÍÚ um að hægt sé að taka upp einhliða evru. Það hefur margítrekað komið fram að sá möguleiki sé ekki fyrir hendi. Nú er nóg komið af útgerðinni og talsmönnum hennar, sem tala bara í kross, og út og suður. En það er allt í lagi að gera upp í erlendri mynt, til þess að græða sem mest og vilja samt sem áður láta okkur borga brúsann. Það er að mínu mati mannréttindabrot, þegar bæði hagsmunasamtök og heilu stjórnmálahreyfingarnar, ætla sér ekki að leyfa málinu að fara í lýðræðislega kosningu og leyfa okkur hinum ekki að segja til um það af eða á. Það er réttur hvers manns að segja til um hvort hann eða hún vilji ganga inn í Evrópusambandið.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun