Golf

Tiger féll ekki á lyfjaprófi

Tiger Woods.
Tiger Woods. vísir/getty
Kylfingurinn sem hélt því fram í gær að Tiger Woods hefði fallið á lyfjaprófi hefur dregið ummæli sín til baka.

Dan Olsen fór ekki fögrum orðum um Tiger í viðtalinu í gær. Sagðist hafa frá öruggum heimildum að Tiger væri í mánaðarkeppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Hann sagði síðan að arfleifð Tigers myndi vera sú sama og hjá Lance Armstrong. Hann gaf í skyn að Tiger væri svindlari. Ekki bara með lyfjum heldur hefði hann einnig notað ólöglega bolta.

„Ég dreg öll ummæli mín í þessu viðtali til baka. Ég bið líka Tiger og alla aðra afsökunar á þessu," sagði í yfirlýsingu frá Olsen.

Varaforseti PGA-sambandsins og umboðsmaður Tiger höfðu einnig gefið það út að þessi ummæli Olsen væru út í hött.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×