Þýskt félag hyggur á mælingar við Grindavík vegna vindmyllugarðs Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Formaður bæjarráðs segir Grindvíkinga vilja uppbyggingu eins og aðra en telur margt óunnið varðandi vindmyllugarð. Fréttablaðið/Valli Þýska fyrirtækið EAB vill fá heimild bæjaryfirvalda í Grindavík til að setja upp vindmyllugarð í sveitarfélaginu. Viljayfirlýsing um verkefnið er enn trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna. Málið er enn sagt á frumstigi. Næsta skref sé uppsetning tækja til að mæla kosti vindmyllugarðs á svæðinu. „Ég veit nú eiginlega ekki til hvers. Ég held að það geti ekki verið ákjósanlegri staður,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, um fyrirhugaðar mælingar. „Ég er nú enginn fræðimaður en það er alltaf vindur hérna – þannig lagað, úti á Reykjanesi sérstaklega.“ Að sögn Hjálmars hefur EAB áður selt notaðar vindmyllur til uppsetningar á Íslandi en nú stefni fyrirtækið að vindmyllugörðum á eigin vegum hérlendis. Leitað hafi verið til fleiri sveitarfélaga en Grindavíkur. Þar sé horft til iðnaðarsvæðis sem þegar sé deiliskipulagt.Vindmyllur„Við viljum endilega byggja upp eins og allir vilja gera en það þarf að vinna þetta eitthvað betur. Þetta snýst líka um það að sveitarfélögin eru hvorki að fá aðstöðugjöld né fasteignagjöld né neitt annað af þessum mannvirkjum. Svo er alltaf hamrað á að þetta sé græn orka. Öll okkar orka er græn,“ segir Hjálmar sem kveður EAB í raun vera að falast eftir að fá land í sveitarfélaginu fyrir ekki neitt. „Þetta tekur landrými. Og fyrir hvað? Velvilja um að styðja við einhvers konar uppbyggingu í bænum, leikskólastarf og eitthvað svona. Þannig var beiðnin,“ segir formaður bæjarráðs sem þrátt fyrir efasemdir á þessu stigi kveður margt ákjósanlegt í hugmyndinni. „Þetta verður kannski í framtíðinni. Þetta er allt afturkræft, það er hægt að reisa svona mannvirki og rífa það svo niður ef þurfa þykir,“ segir formaður bæjarráðs. Róbert Ragnarssyni bæjarstjóra var á síðasta fundi bæjarráðs falið að vinna málið áfram. Ekki náðist tal af Róbert í gær. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
Þýska fyrirtækið EAB vill fá heimild bæjaryfirvalda í Grindavík til að setja upp vindmyllugarð í sveitarfélaginu. Viljayfirlýsing um verkefnið er enn trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna. Málið er enn sagt á frumstigi. Næsta skref sé uppsetning tækja til að mæla kosti vindmyllugarðs á svæðinu. „Ég veit nú eiginlega ekki til hvers. Ég held að það geti ekki verið ákjósanlegri staður,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, um fyrirhugaðar mælingar. „Ég er nú enginn fræðimaður en það er alltaf vindur hérna – þannig lagað, úti á Reykjanesi sérstaklega.“ Að sögn Hjálmars hefur EAB áður selt notaðar vindmyllur til uppsetningar á Íslandi en nú stefni fyrirtækið að vindmyllugörðum á eigin vegum hérlendis. Leitað hafi verið til fleiri sveitarfélaga en Grindavíkur. Þar sé horft til iðnaðarsvæðis sem þegar sé deiliskipulagt.Vindmyllur„Við viljum endilega byggja upp eins og allir vilja gera en það þarf að vinna þetta eitthvað betur. Þetta snýst líka um það að sveitarfélögin eru hvorki að fá aðstöðugjöld né fasteignagjöld né neitt annað af þessum mannvirkjum. Svo er alltaf hamrað á að þetta sé græn orka. Öll okkar orka er græn,“ segir Hjálmar sem kveður EAB í raun vera að falast eftir að fá land í sveitarfélaginu fyrir ekki neitt. „Þetta tekur landrými. Og fyrir hvað? Velvilja um að styðja við einhvers konar uppbyggingu í bænum, leikskólastarf og eitthvað svona. Þannig var beiðnin,“ segir formaður bæjarráðs sem þrátt fyrir efasemdir á þessu stigi kveður margt ákjósanlegt í hugmyndinni. „Þetta verður kannski í framtíðinni. Þetta er allt afturkræft, það er hægt að reisa svona mannvirki og rífa það svo niður ef þurfa þykir,“ segir formaður bæjarráðs. Róbert Ragnarssyni bæjarstjóra var á síðasta fundi bæjarráðs falið að vinna málið áfram. Ekki náðist tal af Róbert í gær.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira