Þýskt félag hyggur á mælingar við Grindavík vegna vindmyllugarðs Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Formaður bæjarráðs segir Grindvíkinga vilja uppbyggingu eins og aðra en telur margt óunnið varðandi vindmyllugarð. Fréttablaðið/Valli Þýska fyrirtækið EAB vill fá heimild bæjaryfirvalda í Grindavík til að setja upp vindmyllugarð í sveitarfélaginu. Viljayfirlýsing um verkefnið er enn trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna. Málið er enn sagt á frumstigi. Næsta skref sé uppsetning tækja til að mæla kosti vindmyllugarðs á svæðinu. „Ég veit nú eiginlega ekki til hvers. Ég held að það geti ekki verið ákjósanlegri staður,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, um fyrirhugaðar mælingar. „Ég er nú enginn fræðimaður en það er alltaf vindur hérna – þannig lagað, úti á Reykjanesi sérstaklega.“ Að sögn Hjálmars hefur EAB áður selt notaðar vindmyllur til uppsetningar á Íslandi en nú stefni fyrirtækið að vindmyllugörðum á eigin vegum hérlendis. Leitað hafi verið til fleiri sveitarfélaga en Grindavíkur. Þar sé horft til iðnaðarsvæðis sem þegar sé deiliskipulagt.Vindmyllur„Við viljum endilega byggja upp eins og allir vilja gera en það þarf að vinna þetta eitthvað betur. Þetta snýst líka um það að sveitarfélögin eru hvorki að fá aðstöðugjöld né fasteignagjöld né neitt annað af þessum mannvirkjum. Svo er alltaf hamrað á að þetta sé græn orka. Öll okkar orka er græn,“ segir Hjálmar sem kveður EAB í raun vera að falast eftir að fá land í sveitarfélaginu fyrir ekki neitt. „Þetta tekur landrými. Og fyrir hvað? Velvilja um að styðja við einhvers konar uppbyggingu í bænum, leikskólastarf og eitthvað svona. Þannig var beiðnin,“ segir formaður bæjarráðs sem þrátt fyrir efasemdir á þessu stigi kveður margt ákjósanlegt í hugmyndinni. „Þetta verður kannski í framtíðinni. Þetta er allt afturkræft, það er hægt að reisa svona mannvirki og rífa það svo niður ef þurfa þykir,“ segir formaður bæjarráðs. Róbert Ragnarssyni bæjarstjóra var á síðasta fundi bæjarráðs falið að vinna málið áfram. Ekki náðist tal af Róbert í gær. Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Þýska fyrirtækið EAB vill fá heimild bæjaryfirvalda í Grindavík til að setja upp vindmyllugarð í sveitarfélaginu. Viljayfirlýsing um verkefnið er enn trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna. Málið er enn sagt á frumstigi. Næsta skref sé uppsetning tækja til að mæla kosti vindmyllugarðs á svæðinu. „Ég veit nú eiginlega ekki til hvers. Ég held að það geti ekki verið ákjósanlegri staður,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, um fyrirhugaðar mælingar. „Ég er nú enginn fræðimaður en það er alltaf vindur hérna – þannig lagað, úti á Reykjanesi sérstaklega.“ Að sögn Hjálmars hefur EAB áður selt notaðar vindmyllur til uppsetningar á Íslandi en nú stefni fyrirtækið að vindmyllugörðum á eigin vegum hérlendis. Leitað hafi verið til fleiri sveitarfélaga en Grindavíkur. Þar sé horft til iðnaðarsvæðis sem þegar sé deiliskipulagt.Vindmyllur„Við viljum endilega byggja upp eins og allir vilja gera en það þarf að vinna þetta eitthvað betur. Þetta snýst líka um það að sveitarfélögin eru hvorki að fá aðstöðugjöld né fasteignagjöld né neitt annað af þessum mannvirkjum. Svo er alltaf hamrað á að þetta sé græn orka. Öll okkar orka er græn,“ segir Hjálmar sem kveður EAB í raun vera að falast eftir að fá land í sveitarfélaginu fyrir ekki neitt. „Þetta tekur landrými. Og fyrir hvað? Velvilja um að styðja við einhvers konar uppbyggingu í bænum, leikskólastarf og eitthvað svona. Þannig var beiðnin,“ segir formaður bæjarráðs sem þrátt fyrir efasemdir á þessu stigi kveður margt ákjósanlegt í hugmyndinni. „Þetta verður kannski í framtíðinni. Þetta er allt afturkræft, það er hægt að reisa svona mannvirki og rífa það svo niður ef þurfa þykir,“ segir formaður bæjarráðs. Róbert Ragnarssyni bæjarstjóra var á síðasta fundi bæjarráðs falið að vinna málið áfram. Ekki náðist tal af Róbert í gær.
Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira