Innlent

Þyrla sótti 12 ára dreng

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar
Óskað var eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag. Sækja þurfti tólf ára gamlan dreng til Vestmannaeyju en hann þurfti að komast á sjúkrahús í Reykjavík.

Ófært var fyrir sjúkraflug til Vestmannaeyja vegna veðurs og slæms skyggnis.

Talið er að þyrlan muni lenda í Reykjavík á sjöunda tímanum.

Þá var ferð Herjólfs frestað klukkan 17:30 frestað. Næsta athugun er klukkan sex. Þeir farþegar sem áttu bókað far með skipinu klukkan hálf sex og þeir farþegar bókað eiga klukkan 20:30 hafa forgang.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að fylgjast með fréttum á Herjólfur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×