Innlent

Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu

Heimir Már Pétursson skrifar
Þúsundir tónlistarskólanema fengu enga kennslu í dag eftir að verkfall um fimm hundruð tónlistarkennara hófst í morgun. Kennararnir krefjast sömu kjara og grunnskólakennarar njóta en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það yfir í fimm vikur.

Sigrún Grendal Jóhannesdóttir segir um 15 þúsund manns stunda tónlistarnám á Íslandi og verkfallsaðgerðirnar nái til flestra þeirra. Þá tengist tónlistarskólarnir öðrum skólum og því hafi aðgerðirnar einnig áhrif á störf þeirra.

Sigrún segir að þeir rúmlega 500 tónlistarskólakennarar lögðu niður vinnu í morgun séu ekki að fara fram á betri kjör en aðrir kennarar hafi.

„Nei, við höfðum einfaldlega dregist aðeins afturúr vegna þess hvar okkar samningur var tímasettur í kringum efnahagshrunið og við viljum bara ná því upp aftur,“ segir Sigrún Grendal.

Hins vegar segir Sigrún að útfærsla samnings við tónliustarkennara þurfi að vera með aðeins öðrum hætti en hjá grunnskólakennurum vegna eðli námsins og passi kannski ekki í exelskjal.

Síðast þegar tónlistarkennarar fóru í verkfall fyrir 13 árum stóð það yfir í 5 vikur. Sigrún segir að menn verði bara að ná saman um tólistarnámið og exelskjalið og þá hafi hún trú á að verfallið verði ekki langt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×