Innlent

Þurftu að hlaupa með hjartastuðtæki í snjónum

Ófærðin á Vestfjörðum í nótt og í morgun var svo mikil að þegar maður þar fékk hjartaáfall var ekki hægt að aka til hans með hjartastuðtæki. Lögreglumennirnir þurftu því að grípa til þess ráðs að hlaupa til hans í snjónum með hjartastuðtæki á sér. Þessu komst Hafþór Gunnarsson fréttaritari að þegar hann ræddi við Önund Jónsson yfirlögregluþjón á Ísafirði í dag. Sjá má myndir frá Vestfjörðum og viðtalið við Önund með því að smella á þennan hlekk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×