Þurfa ekki að flytja úr heimabyggð til að stunda nám Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. júní 2015 19:30 Menntamálaráðherra segir ekki rétt að nemendur komi til með að þurfa að flytja úr sinni heimabyggð til að stunda tónlistarnám. Þó sé nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirkomulagi námsins enda standi margir tónlistarskólar frammi fyrir gjaldþroti. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, skipaði nýverið starfshóp með fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg til að útfæra breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Námið hefur verið rekið af sveitarfélögum en ríkið hefur frá árinu 2011 veitt sérstakt kennsluframlag úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags. „Niðurstaðan er sú og reynslan af þessu samkomulagi að til dæmis hér í Reykjavík þá standa skólarnir flestir hverjir frammi fyrir gjaldþroti. Og þetta hefur ekki reynst alveg eins og til var ætlast,” segir Illugi. Því þurfi að endurskoða kerfið og gera breytingar. Illugi segir starfshópinn nú hafa til skoðunar hvernig eigi að skipuleggja námið og hver aðkoma ríkisins yrði. „Við erum líka að skoða það í leiðinni hvort að það geti verið sniðugt, menningarlega séð og menntunarlega, að það væri einn skóli hér í Reykjavík sem að ríkið fjármagnaði. Sem væri á framhaldsstiginu og væri hugsaður fyrir þá nemendur sem ætluðu sér að leggja fyrir sig tónlist í lífinu sem atvinnumenn. Það væri skóli sem að bæði byði upp á rytmíska og klassíska deild,” segir Illugi. Þurfta ekki að flytja úr heimabyggðÍ fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn var talað við fimmtán ára dreng sem hefur stundað píanónám á Ísafirði í níu ár. Sagðist hann þurfa að flytja til Reykjavíkur yrðu hugmyndir Illuga um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Illugi segir að tilkoma slíks tónlistarskóla í Reykjavík myndi ekki hreyfa við neinu sem er að gerast annars staðar á landinu. „Það er aldrei svo að fólk þurfi að flytja úr sinni heimabyggð til að koma til Reykjavíkur til að fara í nám, frekar en ef fólk bara vill gera það. Það er ekki hægt að banna fólki að gera það, en það á ekki að vera þannig að það sé rekið til þess. Áfram verður þetta nám í boði þar sem það er nú,” segir Illugi. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ekki rétt að nemendur komi til með að þurfa að flytja úr sinni heimabyggð til að stunda tónlistarnám. Þó sé nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirkomulagi námsins enda standi margir tónlistarskólar frammi fyrir gjaldþroti. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, skipaði nýverið starfshóp með fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg til að útfæra breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Námið hefur verið rekið af sveitarfélögum en ríkið hefur frá árinu 2011 veitt sérstakt kennsluframlag úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags. „Niðurstaðan er sú og reynslan af þessu samkomulagi að til dæmis hér í Reykjavík þá standa skólarnir flestir hverjir frammi fyrir gjaldþroti. Og þetta hefur ekki reynst alveg eins og til var ætlast,” segir Illugi. Því þurfi að endurskoða kerfið og gera breytingar. Illugi segir starfshópinn nú hafa til skoðunar hvernig eigi að skipuleggja námið og hver aðkoma ríkisins yrði. „Við erum líka að skoða það í leiðinni hvort að það geti verið sniðugt, menningarlega séð og menntunarlega, að það væri einn skóli hér í Reykjavík sem að ríkið fjármagnaði. Sem væri á framhaldsstiginu og væri hugsaður fyrir þá nemendur sem ætluðu sér að leggja fyrir sig tónlist í lífinu sem atvinnumenn. Það væri skóli sem að bæði byði upp á rytmíska og klassíska deild,” segir Illugi. Þurfta ekki að flytja úr heimabyggðÍ fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn var talað við fimmtán ára dreng sem hefur stundað píanónám á Ísafirði í níu ár. Sagðist hann þurfa að flytja til Reykjavíkur yrðu hugmyndir Illuga um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Illugi segir að tilkoma slíks tónlistarskóla í Reykjavík myndi ekki hreyfa við neinu sem er að gerast annars staðar á landinu. „Það er aldrei svo að fólk þurfi að flytja úr sinni heimabyggð til að koma til Reykjavíkur til að fara í nám, frekar en ef fólk bara vill gera það. Það er ekki hægt að banna fólki að gera það, en það á ekki að vera þannig að það sé rekið til þess. Áfram verður þetta nám í boði þar sem það er nú,” segir Illugi.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira