Lífið

Þrykknámskeið Forynju er fyrir alla

Marín Manda skrifar
Sara María Júlíusdóttir hefur verið að þrykkja flíkur og heimilismuni í fjöldamörg ár.
Sara María Júlíusdóttir hefur verið að þrykkja flíkur og heimilismuni í fjöldamörg ár.
Sara María Júlíudóttir kennir áhugasömum þrykktækni.

„Ég er búin að halda fjögur námskeið síðan í janúar og það hafa verið mjög góð viðbrögð. Fólk er að læra að búa til munstur, þrykkja og prenta á hvað sem er,“ segir Sara María Júlíudóttir, sem hefur sérhæft sig í þrykktækni.

Sara María hefur ætíð haft þörf fyrir að vinna með höndunum og hefur hannað munstur og flíkur undir merkinu Forynja frá árinu 2005. Nú miðlar hún reynslu sinni og heldur námskeið fyrir áhugasama.

„Heima hjá mér eru prentuð rúmföt, handklæði, púðar og flíkur. Þetta er bara tjáningarform með litum og ég hjálpa fólki að útfæra hugmyndir sínar svo það verði ánægt. Fólk hefur að sjálfsögðu mismunandi áherslur og ég elska bara að silkiprenta á hluti, sama hvað það er.“

Námskeiðin eru opin fólki á öllum aldri og hægt er að skrá sig í gegnum Facebook-síðuna, Forynja.

1





Fleiri fréttir

Sjá meira


×