Þróunin verður ekki umflúin Valgarður Guðjónsson skrifar 23. apríl 2014 07:00 Það blasti heldur undarlegur pistill við mér í leiðara Fréttablaðsins 16. apríl sl., skrifaður af Ólafi Þ. Stephensen. Leiðarinn er sérkennileg blanda af rökleysum og rangfærslum til stuðnings yfirlýsingum Árna Páls um þjóðkirkjuna. Gott og vel, kannski má sýna þessu skilning, það er ekki mikið um rök málinu til stuðnings og því kannski úr litlu að moða. Höfundur leggur áherslu á söguna og segir að hún verði ekki umflúin. Þó hlutir hafa verið á einhvern hátt þýðir það ekki að við getum ekki breytt þeim til betri vegar. Það felst gríðarlegt misrétti í ríkiskirkjufyrirkomulaginu hér á landi, það mismunar fólki eftir trúarskoðunum og stangast bæði á við Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Það nægir að benda á hversu fráleitur þessi málflutningur er með því að skipta út þjóðkirkjunni og setja inn jafnrétti kynja (eða kynþáttafordóma). Hvernig ætli leiðari Fréttablaðsins hefði verið ef innihaldið væri að ekki mætti leiðrétta misrétti kynjanna vegna þess að hér hafi verið misrétti og að sagan verði ekki umflúin? Flestar fullyrðingar hafa margsinnis verið leiðréttar. Það greiða allir sóknargjöld þeirra sem eru í ríkiskirkjunni. Fjármálaráðherra staðfesti þetta til að mynda í svari 24. mars. Allir greiða háar fjárhæðir til reksturs ríkisrekinnar kirkju fyrir utan þau sóknargjöld sem hún fær. Hluti af því er skýrður með „jarðasamningi“ frá 1997, en bara hluti, við sem erum trúlaus greiðum nefnilega enn meira.Hausverkur Ritstjóranum ratast þó rétt á rithönd þegar hann segir að það yrði talsverður hausverkur að reikna út hvað kirkjan ætti að fá (ef nokkuð) ef samningnum um jarðirnar frá 1997 yrði rift. Það veit nefnilega enginn hvaða jarðir þetta voru. Þess vegna veit enginn hversu mikils virði þær eru. Skárstu ágiskanir eru um eða innan við árlegt gjald til kirkjunnar. Aðrar rökleysur telja lítið, það eru frídagar í flestum nágrannalöndum, alls konar tákn sitja í þjóðfánum og neyðarlegar setningar finnast í mörgum þjóðsöngnum. Fæstar þessara þjóða hafa ríkisrekna kirkju. Og ekkert af þessu réttlætir að ég þurfi að greiða fyrir rekstur trúfélags sem ég vil ekki tilheyra. Svo nefnir höfundur að við megum ekki gleyma niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána. Nei, við skulum heldur ekki gleyma því hvernig staðið var að henni. Við skulum ekki gleyma að spurningunni var snúið við á kjörseðlinum, ekki gleyma að rangt var farið með grundvallaratriði í kynningarbæklingi, munum að ríkisrekin kirkjan eyddi góðum upphæðum úr sameiginlegum sjóðum til að auglýsa sig og kynna sinn málstað. Og höfum sérstaklega í huga hversu hlutdræg kynning fjölmiðla var, sérstaklega RÚV. Og gleymum ekki að niðurstöðurnar voru í mótsögn við niðurstöður skoðanakannana. Trúleysi eykst jafnt og þétt bæði hér og í nágrannalöndum okkar og fer þar eðlilega í takt við betri upplýsingar og meiri menntun. Fylgjendur ríkiskirkjunnar eru nefnilega á hálum ís þegar þeir nota „meirihlutarökin“ til að réttlæta yfirgang og kúgun og það að ganga á rétt minnihlutans. Það styttist nefnilega í að skráðir trúleysingjar verði hér í meirihluta. Ég á reyndar ekki von á að þeir láti trúaða kenna á „eigin meðulum“ – trúleysi fylgir nefnilega gjarnan talsvert umburðarlyndi. Það má læra af sögunni, það þýðir ekki að við ætlum að „flýja“ hana, framþróun verður hins vegar ekki umflúin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það blasti heldur undarlegur pistill við mér í leiðara Fréttablaðsins 16. apríl sl., skrifaður af Ólafi Þ. Stephensen. Leiðarinn er sérkennileg blanda af rökleysum og rangfærslum til stuðnings yfirlýsingum Árna Páls um þjóðkirkjuna. Gott og vel, kannski má sýna þessu skilning, það er ekki mikið um rök málinu til stuðnings og því kannski úr litlu að moða. Höfundur leggur áherslu á söguna og segir að hún verði ekki umflúin. Þó hlutir hafa verið á einhvern hátt þýðir það ekki að við getum ekki breytt þeim til betri vegar. Það felst gríðarlegt misrétti í ríkiskirkjufyrirkomulaginu hér á landi, það mismunar fólki eftir trúarskoðunum og stangast bæði á við Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Það nægir að benda á hversu fráleitur þessi málflutningur er með því að skipta út þjóðkirkjunni og setja inn jafnrétti kynja (eða kynþáttafordóma). Hvernig ætli leiðari Fréttablaðsins hefði verið ef innihaldið væri að ekki mætti leiðrétta misrétti kynjanna vegna þess að hér hafi verið misrétti og að sagan verði ekki umflúin? Flestar fullyrðingar hafa margsinnis verið leiðréttar. Það greiða allir sóknargjöld þeirra sem eru í ríkiskirkjunni. Fjármálaráðherra staðfesti þetta til að mynda í svari 24. mars. Allir greiða háar fjárhæðir til reksturs ríkisrekinnar kirkju fyrir utan þau sóknargjöld sem hún fær. Hluti af því er skýrður með „jarðasamningi“ frá 1997, en bara hluti, við sem erum trúlaus greiðum nefnilega enn meira.Hausverkur Ritstjóranum ratast þó rétt á rithönd þegar hann segir að það yrði talsverður hausverkur að reikna út hvað kirkjan ætti að fá (ef nokkuð) ef samningnum um jarðirnar frá 1997 yrði rift. Það veit nefnilega enginn hvaða jarðir þetta voru. Þess vegna veit enginn hversu mikils virði þær eru. Skárstu ágiskanir eru um eða innan við árlegt gjald til kirkjunnar. Aðrar rökleysur telja lítið, það eru frídagar í flestum nágrannalöndum, alls konar tákn sitja í þjóðfánum og neyðarlegar setningar finnast í mörgum þjóðsöngnum. Fæstar þessara þjóða hafa ríkisrekna kirkju. Og ekkert af þessu réttlætir að ég þurfi að greiða fyrir rekstur trúfélags sem ég vil ekki tilheyra. Svo nefnir höfundur að við megum ekki gleyma niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána. Nei, við skulum heldur ekki gleyma því hvernig staðið var að henni. Við skulum ekki gleyma að spurningunni var snúið við á kjörseðlinum, ekki gleyma að rangt var farið með grundvallaratriði í kynningarbæklingi, munum að ríkisrekin kirkjan eyddi góðum upphæðum úr sameiginlegum sjóðum til að auglýsa sig og kynna sinn málstað. Og höfum sérstaklega í huga hversu hlutdræg kynning fjölmiðla var, sérstaklega RÚV. Og gleymum ekki að niðurstöðurnar voru í mótsögn við niðurstöður skoðanakannana. Trúleysi eykst jafnt og þétt bæði hér og í nágrannalöndum okkar og fer þar eðlilega í takt við betri upplýsingar og meiri menntun. Fylgjendur ríkiskirkjunnar eru nefnilega á hálum ís þegar þeir nota „meirihlutarökin“ til að réttlæta yfirgang og kúgun og það að ganga á rétt minnihlutans. Það styttist nefnilega í að skráðir trúleysingjar verði hér í meirihluta. Ég á reyndar ekki von á að þeir láti trúaða kenna á „eigin meðulum“ – trúleysi fylgir nefnilega gjarnan talsvert umburðarlyndi. Það má læra af sögunni, það þýðir ekki að við ætlum að „flýja“ hana, framþróun verður hins vegar ekki umflúin.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar