Innlent

Þrjú flug Icelandair til Norður-Ameríku falla niður í dag

Ingvar Haraldsson skrifar
Flugferðir Icelandair hafa fallið niður síðustu daga vegna yfirvinnubanns flugmanna.
Flugferðir Icelandair hafa fallið niður síðustu daga vegna yfirvinnubanns flugmanna. Vísir/Anton Brink
Búið er að fella niður þrjár flugferðir Icelandair í dag.

Bæði flug til og frá New York og flug frá Vancouver til Keflavíkur.

Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair, vill ekki útiloka að fleiri flug falli niður í dag en hann benti fólki á að fylgjast vel með tilkynningum félagasins.

Guðjón segir að samningaviðræður standi yfir hjá Ríkissáttasemjara: „Það var fundað fram á kvöld í gær. Svo hófst fundur aftur í morgun.“ Hann vildi ekkert gefa upp um gang viðræðnanna.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group , segir að ekki komi til greina að ráða erlenda flugmenn á meðan deilan stendur yfir. Icelandair megi það ekki vegna samnings Icelandair við Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Icelandair hafi einungis leyfi til þess að ráða flugmenn sem eru félagsbundnir í  Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. Því hafi sá möguleiki ekki verið kannaður.

Björgólfur segir að ástandið muni líklega hafa neikvæð áhrif á afkomu Icelandair líkt og áður hefur verið gefið út. 

Leiðrétting 12.30: Félag íslenskra atvinnuflugmanna vill koma eftirfarandi á framfæri vegna rangfærslu í upphaflegri útgáfu fréttar þessarar um að ástæða niðurfellingar flugferðanna væri yfirvinnubann flugmanna Icelandair:

Yfirvinnubann er skilgreind verkfallsaðgerð í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Flugmenn Icelandair eru ekki í yfirvinnubanni þar sem lög voru sett á það í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×