Innlent

Þrjátíu metra breitt snjóflóð féll í Ólafsfjarðarmúla

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Ólafsfirði.
Frá Ólafsfirði. Vísir/Jónas
Búið er að stöðva umferð um Ólafsfjarðarmúla á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eftir að snjóflóð féll þar á ellefta tímanum í dag. Snjóflóðið er mjög blautt samkvæmt lögreglu og er um þrjátíu metra breitt og fjögurra metra hátt.

Það mun líklega taka tvo til þrjá tíma að ryðja veginn en enn er talin vera snjóflóðahætta og eru starfsmenn Vegagerðarinnar að meta aðstæður. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er verið að kanna hvort hætta sé á frekari snjóflóðum. Þetta er fyrsta snjóflóðið sem Veðurstofan skráir í vetur og mælist það eitt stig.

Enn er umferð á svæðinu og leiðinlegt veður. Einn ökumaður keyrði á snjóflóðið eftir að það féll, en enginn var á svæðinu þegar snjóflóðið féll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×