Lífið

Þrjátíu kíló farin: Náði botni líkamlega og andlega

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Ég var komin á algjöran botn líkamlega og andlega eftir að ég átti dóttur mína vorið 2013. Ég hafði þyngst mikið á meðgöngunni og verandi með lítið barn var ég sífellt þreytt og orkulaus. Ég ákvað að taka mig í gegn fyrir sjálfa mig, en ekki síst fyrir börnin mín sem áttu svo sannarlega skilið hressari mömmu,“ segir Lilja Rut Benediktsdóttir.

Hún ákvað að breyta um lífsstíl í fyrra eftir að hafa tapað baráttunni við aukakílóin nokkrum sinnum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn árið 2007, þá sautján ára.

Með dóttur sína nýfædda.
„Eftir það var ég algjört jójó. Ég átti nokkuð auðvelt með að vinna að skammtímamarkmiðum og var „alltaf“ í átaki. Ég vildi losna við nokkur kíló fyrir brúðkaupið, nokkur kíló fyrir jólin, nokkur kíló fyrir Spánarferðina og svo framvegis. Ég náði alltaf góðum árangri en gafst svo upp þegar markmiðinu var náð, datt aftur í sama farið og þyngdist um fleiri kíló en ég hafði losað mig við. Ég vissi aldrei hvernig ég átti að viðhalda árangrinum,“ segir Lilja. Hún ákvað að breyta um lífsstíl með hjálp Herbalife-varanna og kom það henni á óvart hve auðvelt það var að snúa við blaðinu.

„Dóttir mín var mjög erfitt ungabarn og ég var svolítið í þeim pakka að sleppa því að borða allan daginn og gúffa svo í mig á kvöldin þegar hún var sofnuð, einfaldlega vegna þess að ég „hafði ekki tíma“ eða „gat ekki“ útbúið mér eitthvað með barnið í fanginu allan daginn. En Herbalife-vörurnar eru svo einfaldar og þægilegar og núna hef ég loksins lært hvernig ég viðheld árangrinum. Hvernig ég get haldið mér í jafnvægi með því að næra mig rétt. Það er auðvitað gífurleg vellíðan sem fylgir því að næra sig vel og hreyfa sig meira en það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hvað það er auðvelt að breyta um lífsstíl. Auðvitað eru ekki allir dagar fullkomnir en þegar maður hefur skýr langtímamarkmið og brýtur þau niður í skammtímamarkmið verður þetta ótrúlega skemmtilegt verkefni.“

Lilja segir einnig ómetanlegt að eiga góða að. Eiginmaður hennar, Diego Björn Valencia, hefur staðið sem klettur með henni og tekið þátt í lífsstílsbreytingunni. Hann er sjálfur búinn að léttast um sautján kíló.

Lilja og Diego ásamt börnunum Emil Juan og Evu Dolores.
„Maðurinn minn styður mig hundrað prósent og það er ómetanlegt,“ segir Lilja. „Svo er ég líka partur af frábærum hópi sem kallar sig GIMO, Get Iceland Moving Operation, og ég á þeim heilmikið að þakka. Það verður allt svo miklu auðveldara þegar maður hefur fólk sem styður mann alla leið og þegar maður fær góða leiðsögn. GIMO er hópur af sjálfstæðum Herbalife-leiðbeinendum með það markmið að hjálpa Íslendingum að næra sig betur og hreyfa sig meira. Hrikalega skemmtilegur og hress hópur.“

Síðan Lilja ákvað að snúa við blaðinu er hún búin að léttast um þrjátíu kíló.

„Mesti árangurinn er sá sem ekki er hægt að mæla. Orkan og vellíðanin sem fylgir er það besta,“ segir Lilja og segir muninn á lífinu núna og fyrir rúmu ári síðan gríðarmikinn.

Eiginmaður Lilja hefur einnig lagt af.
„Það er svo mikill munur að það er í raun ólýsanlegt. Eins og ég sagði hef ég alltaf verið algjört jójó í þyngd og líðanin eftir því, en núna er ég í miklu betra jafnvægi, bæði líkamlega og andlega.“

Lilja greindist með vefjagift fyrir um hálfu ári síðan og sú greining var næstum því búin að hafa slæm áhrif á lífsstílsbreytinguna.

„Ég var greind með vefjagigt fyrir um hálfu ári, var búin að vita af því í dágóðan tíma en þegar ég fékk það staðfest stoppaði lífið í smástund. Ég tók mér nokkra daga í væl og vanlíðan en ákvað svo að það er raunverulega ég sem ræð því hversu mikil áhrif gigtin hefur á mitt líf, sumir dagar eru góðir og aðrir ekki en það skiptir mestu máli að gera sitt besta alla daga."

Lilja segist ekki vera búin að ná öllum markmiðum sínum.

„Ég er sátt við þá þyngd sem ég er komin í enda ekki verið í þessari þyngd síðan áður en ég átti eldra barnið mitt þegar ég var sautján ára. Núna langar mig að halda áfram að vinna að mínu besta formi, auka hreyfingu og styrkja mig meira. En það hjálpar mér gífurlega mikið að vera að hjálpa öðrum á sama tíma og ég er að breyta mínum lífsstíl. Virkilega gefandi og hvetjandi,“ segir hún. En hvað vill hún segja við þá sem vilja snúa við blaðinu en finna ekki kraftinn?

„Ekki gefast upp! Það er svo mikilvægt að brjóta sig ekki niður þegar það gengur illa. Ég er alltaf að reyna að gera betur en í gær og hugsa á hverjum morgni að dagurinn í dag verði betri en í gær. Það er það sem heldur mér gangandi, að vera alltaf að keppast við að gera betur.“

Hjónin hlupu tíu kílómetra í síðasta Reykjavíkurmaraþoni.
Hér má sjá fyrir og eftir myndir af Lilju.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×