Körfubolti

Þrjár körfur í röð frá miðju voru ekkert mál fyrir þennan 11 ára strák | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin tengist ekki fréttinni.
Myndin tengist ekki fréttinni. Vísir/Getty
Það var tilviljun að myndavélin var í gangi á gólfinu en það leit ekki út fyrir að það væri mikil tilviljun á bak við óvænta skotnýtingu Asher Lucas í hálfleik á leik North Carolina og NC State í bandaríska háskólaboltanum.

Asher Lucas er aðeins ellefu ára gamall og var að leiks sér í hálfleik með fleiri strákum á svipuðum aldri.

Hann tók upp á því að taka skot frá miðju vallarins. Þegar fyrsta skotið rataði rétta leið hélt strákurinn bara áfram.

Hann setti tvö miðjuskot niður til viðbótar og áhorfendur voru nú heldur betur með á nótunum.

Það voru ekki margar sjónvarpsmyndavélar í gangi og ein þeirra lá á gólfinu. Hún náði hinsvegar allri skotnýtingu stráksins sem sjá má hér fyrir neðan.

Þegar Asher Lucas hitti úr þriðja skotinu í röð varð allt vitlaust í íþróttahúsinu. Skotsýning Asher Lucas vakti mikla athygli í Bandaríkjunum og nú annarsstaðar í heiminum líka.

Það eru nokkur ár þangað til að hann kemst í háskóla en það má búast við að nokkrir skólar leggi nafn hans á minnið og fylgist með stráknum á næstu árum.

Það er hægt að sjá sýningu Asher Lucas hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×