SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:00

Tímamót á bankamarkađi

VIĐSKIPTI

Ţristur frá Jakobi gulltryggđi sigurinn í Póllandi

 
Körfubolti
19:09 13. JANÚAR 2016
Jakob Sigurđarson.
Jakob Sigurđarson. VÍSIR/ANDRI MARINÓ

Jakob Sigurðarson og félagar hans í sænska liðinu Borås Basket unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í riðlakeppni 32 liða úrslita FIBA Europe bikarsins.

Borås Basket liðið hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum en vann fimm stiga sigur á pólska liðinu Slask Wroclaw í kvöld, 86-81. Slask Wroclaw hafði eins og Borås tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlinum.

Þetta var einni fyrsti útisigur Borås-liðsins í Evrópukeppninni síðan að liðið sótti sigur til Austurríkis í byrjun nóvember.

Jakob skoraði tólf stig í leiknum í kvöld en hann hitti úr 4 af 9 skotum sínum utan af velli og lék í rúmar 29 mínútur. Þriðji þristur Jakobs í leiknum kom Borås tíu stigum yfir, 86-76, þegar 65 sekúndur voru eftir af leiknum.

Jakob var þriðji stigahæstur há Borås-liðinu í leiknum en aðeins þeir Omar Krayem (22 stig) og Christian Maraker (14 stig, 14 fráköst), skoruðu meira. Jakob  nýtti 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í þessum leik

Liðsmenn Slask Wroclaw unnu fyrsta leikhlutann 26-25 og voru þremur stigum yfir í hálfleik, 49-46.

Pólverjarnir voru 67-63 yfir þegar rúm mínúta var eftir af þriðja leikhlutanum en þá tóku við frábærar mínútur fyrir gestina.

Munurinn var eitt stig fyrir lokaleikhlutann, 67-66, en Borås-liðið vann fyrstu átta mínútur fjórða leikhlutans 15-6 og lagði grunninn að sigrinum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Ţristur frá Jakobi gulltryggđi sigurinn í Póllandi
Fara efst