Þrír stærstu barnahóparnir í hruninu 25. september 2012 07:30 sf Þrír af fimm fjölmennustu árgöngum Íslandssögunnar fæddust árin 2008, 2009 og 2010. Aðeins árið 2009 hafa fæðst fleiri en 5.000 börn á Íslandi, tæplega þúsund fleiri en árið 2001. Stefán Hrafn Jónsson, félags- og lýðfræðingur hjá Háskóla Íslands og Embætti landlæknis, segir erfitt að sjá stór kreppu-áhrif á stærð fæðingarárganga. Helstu orsakir þess að nú eru að fæðast mörg börn á Íslandi sé einfaldlega að finna í auknum fólksfjölda. „Börn sem fæddust árið 2008 eru flest fædd fyrir hrun. Öll börn sem fæddust 2008 og hluti þeirra sem fæddust árið 2009 eru getin fyrir hrun. Þannig að sú aukning verður varla rakin til hrunsins sem kom flestum á óvart, líklega einnig þessum foreldrum," segir Stefán. Einn algengasti mælikvarði á frjósemi er „lifandi fædd börn á ævi hverrar konu" (TFR). Þar sjást hærri tölur á Íslandi en í flestum öðrum Evrópuþjóðum. Þegar TFR er skoðað sést að fæðingartíðni lækkar lítillega eftir 2009. „Mér persónulega finnst það athyglisvert. Það er einnig athyglisvert að TFR hefur hækkað ár frá ári frá 2002 nema á milli áranna 2009 og 2010," segir Stefán. Árin 2001 og 2002 fæddust á Íslandi innan við 4.100 börn en um fimm þúsund árin 2009 og 2010. Aftur dregur úr í fyrra en þá fæddust 4.496 börn. Spurður hvort stærri barnahópur þessara ára setji ekki þrýsting á sveitarfélögin þegar þar að kemur segir Stefán að vissulega muni stærri fæðingarárgangur hafa einhver áhrif á þjónustuþörf sveitarfélaga. „Auðvitað þarf að huga að slíkum sveiflum tímanlega og þær koma fram á mismunandi hátt á milli sveitarfélaga. Ég held hins vegar að væntanleg aukning eldri borgara á næstu áratugum sé mun stærra viðfangsefni en sveiflur í stærð fæðingarárganga. Aukning á fjölda eldri borgara er ekki sveifla heldur varanleg og fyrirsjáanleg breyting á næstu árum og áratugum," segir Stefán. Leita þarf aftur til áranna 1959 og 1960 til að finna jafn fjölmenna árganga hérlendis. Hins vegar var TFR fyrir þessi ár um 4,2 börn á hverja konu. Árin 2008, 2009 og 2010 var TFR miklum mun lægra eða 2,1 til 2,2 börn á hverja konu. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þrír af fimm fjölmennustu árgöngum Íslandssögunnar fæddust árin 2008, 2009 og 2010. Aðeins árið 2009 hafa fæðst fleiri en 5.000 börn á Íslandi, tæplega þúsund fleiri en árið 2001. Stefán Hrafn Jónsson, félags- og lýðfræðingur hjá Háskóla Íslands og Embætti landlæknis, segir erfitt að sjá stór kreppu-áhrif á stærð fæðingarárganga. Helstu orsakir þess að nú eru að fæðast mörg börn á Íslandi sé einfaldlega að finna í auknum fólksfjölda. „Börn sem fæddust árið 2008 eru flest fædd fyrir hrun. Öll börn sem fæddust 2008 og hluti þeirra sem fæddust árið 2009 eru getin fyrir hrun. Þannig að sú aukning verður varla rakin til hrunsins sem kom flestum á óvart, líklega einnig þessum foreldrum," segir Stefán. Einn algengasti mælikvarði á frjósemi er „lifandi fædd börn á ævi hverrar konu" (TFR). Þar sjást hærri tölur á Íslandi en í flestum öðrum Evrópuþjóðum. Þegar TFR er skoðað sést að fæðingartíðni lækkar lítillega eftir 2009. „Mér persónulega finnst það athyglisvert. Það er einnig athyglisvert að TFR hefur hækkað ár frá ári frá 2002 nema á milli áranna 2009 og 2010," segir Stefán. Árin 2001 og 2002 fæddust á Íslandi innan við 4.100 börn en um fimm þúsund árin 2009 og 2010. Aftur dregur úr í fyrra en þá fæddust 4.496 börn. Spurður hvort stærri barnahópur þessara ára setji ekki þrýsting á sveitarfélögin þegar þar að kemur segir Stefán að vissulega muni stærri fæðingarárgangur hafa einhver áhrif á þjónustuþörf sveitarfélaga. „Auðvitað þarf að huga að slíkum sveiflum tímanlega og þær koma fram á mismunandi hátt á milli sveitarfélaga. Ég held hins vegar að væntanleg aukning eldri borgara á næstu áratugum sé mun stærra viðfangsefni en sveiflur í stærð fæðingarárganga. Aukning á fjölda eldri borgara er ekki sveifla heldur varanleg og fyrirsjáanleg breyting á næstu árum og áratugum," segir Stefán. Leita þarf aftur til áranna 1959 og 1960 til að finna jafn fjölmenna árganga hérlendis. Hins vegar var TFR fyrir þessi ár um 4,2 börn á hverja konu. Árin 2008, 2009 og 2010 var TFR miklum mun lægra eða 2,1 til 2,2 börn á hverja konu. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira