Þrír stærstu barnahóparnir í hruninu 25. september 2012 07:30 sf Þrír af fimm fjölmennustu árgöngum Íslandssögunnar fæddust árin 2008, 2009 og 2010. Aðeins árið 2009 hafa fæðst fleiri en 5.000 börn á Íslandi, tæplega þúsund fleiri en árið 2001. Stefán Hrafn Jónsson, félags- og lýðfræðingur hjá Háskóla Íslands og Embætti landlæknis, segir erfitt að sjá stór kreppu-áhrif á stærð fæðingarárganga. Helstu orsakir þess að nú eru að fæðast mörg börn á Íslandi sé einfaldlega að finna í auknum fólksfjölda. „Börn sem fæddust árið 2008 eru flest fædd fyrir hrun. Öll börn sem fæddust 2008 og hluti þeirra sem fæddust árið 2009 eru getin fyrir hrun. Þannig að sú aukning verður varla rakin til hrunsins sem kom flestum á óvart, líklega einnig þessum foreldrum," segir Stefán. Einn algengasti mælikvarði á frjósemi er „lifandi fædd börn á ævi hverrar konu" (TFR). Þar sjást hærri tölur á Íslandi en í flestum öðrum Evrópuþjóðum. Þegar TFR er skoðað sést að fæðingartíðni lækkar lítillega eftir 2009. „Mér persónulega finnst það athyglisvert. Það er einnig athyglisvert að TFR hefur hækkað ár frá ári frá 2002 nema á milli áranna 2009 og 2010," segir Stefán. Árin 2001 og 2002 fæddust á Íslandi innan við 4.100 börn en um fimm þúsund árin 2009 og 2010. Aftur dregur úr í fyrra en þá fæddust 4.496 börn. Spurður hvort stærri barnahópur þessara ára setji ekki þrýsting á sveitarfélögin þegar þar að kemur segir Stefán að vissulega muni stærri fæðingarárgangur hafa einhver áhrif á þjónustuþörf sveitarfélaga. „Auðvitað þarf að huga að slíkum sveiflum tímanlega og þær koma fram á mismunandi hátt á milli sveitarfélaga. Ég held hins vegar að væntanleg aukning eldri borgara á næstu áratugum sé mun stærra viðfangsefni en sveiflur í stærð fæðingarárganga. Aukning á fjölda eldri borgara er ekki sveifla heldur varanleg og fyrirsjáanleg breyting á næstu árum og áratugum," segir Stefán. Leita þarf aftur til áranna 1959 og 1960 til að finna jafn fjölmenna árganga hérlendis. Hins vegar var TFR fyrir þessi ár um 4,2 börn á hverja konu. Árin 2008, 2009 og 2010 var TFR miklum mun lægra eða 2,1 til 2,2 börn á hverja konu. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Þrír af fimm fjölmennustu árgöngum Íslandssögunnar fæddust árin 2008, 2009 og 2010. Aðeins árið 2009 hafa fæðst fleiri en 5.000 börn á Íslandi, tæplega þúsund fleiri en árið 2001. Stefán Hrafn Jónsson, félags- og lýðfræðingur hjá Háskóla Íslands og Embætti landlæknis, segir erfitt að sjá stór kreppu-áhrif á stærð fæðingarárganga. Helstu orsakir þess að nú eru að fæðast mörg börn á Íslandi sé einfaldlega að finna í auknum fólksfjölda. „Börn sem fæddust árið 2008 eru flest fædd fyrir hrun. Öll börn sem fæddust 2008 og hluti þeirra sem fæddust árið 2009 eru getin fyrir hrun. Þannig að sú aukning verður varla rakin til hrunsins sem kom flestum á óvart, líklega einnig þessum foreldrum," segir Stefán. Einn algengasti mælikvarði á frjósemi er „lifandi fædd börn á ævi hverrar konu" (TFR). Þar sjást hærri tölur á Íslandi en í flestum öðrum Evrópuþjóðum. Þegar TFR er skoðað sést að fæðingartíðni lækkar lítillega eftir 2009. „Mér persónulega finnst það athyglisvert. Það er einnig athyglisvert að TFR hefur hækkað ár frá ári frá 2002 nema á milli áranna 2009 og 2010," segir Stefán. Árin 2001 og 2002 fæddust á Íslandi innan við 4.100 börn en um fimm þúsund árin 2009 og 2010. Aftur dregur úr í fyrra en þá fæddust 4.496 börn. Spurður hvort stærri barnahópur þessara ára setji ekki þrýsting á sveitarfélögin þegar þar að kemur segir Stefán að vissulega muni stærri fæðingarárgangur hafa einhver áhrif á þjónustuþörf sveitarfélaga. „Auðvitað þarf að huga að slíkum sveiflum tímanlega og þær koma fram á mismunandi hátt á milli sveitarfélaga. Ég held hins vegar að væntanleg aukning eldri borgara á næstu áratugum sé mun stærra viðfangsefni en sveiflur í stærð fæðingarárganga. Aukning á fjölda eldri borgara er ekki sveifla heldur varanleg og fyrirsjáanleg breyting á næstu árum og áratugum," segir Stefán. Leita þarf aftur til áranna 1959 og 1960 til að finna jafn fjölmenna árganga hérlendis. Hins vegar var TFR fyrir þessi ár um 4,2 börn á hverja konu. Árin 2008, 2009 og 2010 var TFR miklum mun lægra eða 2,1 til 2,2 börn á hverja konu. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira