Þrír og hálfur milljarður í geðlyf á hverju ári Hrund Þórsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 20:00 Ef litið er á lyfjaútgjöld Sjúkratrygginga Íslands eftir lyfjaflokkum síðustu þrjú ár, eins og gert er í meðfylgjandi myndskeiði, sést að útgjöld vegna tauga- og geðlyfja eru langmest, nær þrefalt meiri en í næstdýrasta flokknum. Af tæpum 28 milljörðum sem greiddir hafa verið vegna lyfjanotkunar alls, hafa tíu og hálfur farið í þennan eina flokk af fjórtán, eða 38%. Þetta þýðir að Sjúkratryggingar greiða þrjá og hálfan milljarð vegna þessara lyfja á hverju ári. Tölur yfir neyslu gefa einnig sláandi mynd, en eins og sjá má á þessu línuriti hefur notkun tauga- og geðlyfja aukist stöðugt hérlendis frá árinu 1990 og nálgast aukningin þreföldun á þessu tímabili. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur, sem barist hefur fyrir breytingum á geðheilbrigðiskerfinu, segir helstu ástæðuna að hér sé hugræn atferlismeðferð, sem skilað hafi bestum árangri, ekki aðgengileg almenningi. „Þjónusta sálfræðinga á stofum er ekki niðurgreidd af ríkissjóði,“ segir hún. En eru lyfin sem sagt niðurgreidd? „Já, lyfin eru niðurgreidd af sjúkratryggingum sem og þjónusta sérfræðinga á stofum, það er geðlækna.“ Í nágrannalöndunum er meðferðin orðin hluti af heilbrigðis- og félagsþjónustukerfinu. Kristbjörg segir margt hægt að gera fyrir fólk áður en grípa þurfi til lyfja. „Í formi fræðslu og stuðnings, tölvumeðferða, hreyfiseðla og hópnámskeiða þar sem fólk kemur á hópnámskeið í hugrænni atferlismeðferð.“ Íslendingar eiga heimsmet í geðlyfjanotkun og er hún nær tvöfalt meiri en að meðaltali í OECD ríkjum. Kristbjörg segir raunhæft að jafna það á næstu tíu árum. „Þannig ættum við bæði að geta sparað háar fjárhæðir sem væru annars glataðir skattar, bætur og ýmiss kostnaður í heilbrigðiskerfinu og bætt heilsu og líðan landsmanna.“ Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Ef litið er á lyfjaútgjöld Sjúkratrygginga Íslands eftir lyfjaflokkum síðustu þrjú ár, eins og gert er í meðfylgjandi myndskeiði, sést að útgjöld vegna tauga- og geðlyfja eru langmest, nær þrefalt meiri en í næstdýrasta flokknum. Af tæpum 28 milljörðum sem greiddir hafa verið vegna lyfjanotkunar alls, hafa tíu og hálfur farið í þennan eina flokk af fjórtán, eða 38%. Þetta þýðir að Sjúkratryggingar greiða þrjá og hálfan milljarð vegna þessara lyfja á hverju ári. Tölur yfir neyslu gefa einnig sláandi mynd, en eins og sjá má á þessu línuriti hefur notkun tauga- og geðlyfja aukist stöðugt hérlendis frá árinu 1990 og nálgast aukningin þreföldun á þessu tímabili. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur, sem barist hefur fyrir breytingum á geðheilbrigðiskerfinu, segir helstu ástæðuna að hér sé hugræn atferlismeðferð, sem skilað hafi bestum árangri, ekki aðgengileg almenningi. „Þjónusta sálfræðinga á stofum er ekki niðurgreidd af ríkissjóði,“ segir hún. En eru lyfin sem sagt niðurgreidd? „Já, lyfin eru niðurgreidd af sjúkratryggingum sem og þjónusta sérfræðinga á stofum, það er geðlækna.“ Í nágrannalöndunum er meðferðin orðin hluti af heilbrigðis- og félagsþjónustukerfinu. Kristbjörg segir margt hægt að gera fyrir fólk áður en grípa þurfi til lyfja. „Í formi fræðslu og stuðnings, tölvumeðferða, hreyfiseðla og hópnámskeiða þar sem fólk kemur á hópnámskeið í hugrænni atferlismeðferð.“ Íslendingar eiga heimsmet í geðlyfjanotkun og er hún nær tvöfalt meiri en að meðaltali í OECD ríkjum. Kristbjörg segir raunhæft að jafna það á næstu tíu árum. „Þannig ættum við bæði að geta sparað háar fjárhæðir sem væru annars glataðir skattar, bætur og ýmiss kostnaður í heilbrigðiskerfinu og bætt heilsu og líðan landsmanna.“
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum