Erlent

Þrír látnir eftir flugslys í Finnlandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að smáflugvél brotlenti á flugvelli í Jämijärvi í Finnlandi laust fyrir klukkan þrjú að staðartíma í dag. Finnski miðillinn Yle greinir frá.

Fimm manns er saknað og er skipulögð leit á svæðinu hafin. Mennirnir voru á leið í fallhlífastökk. Björgunarsveitir er komnar að flaki flugvélarinnar og hafa ráðið niðurlögum elds sem blossaði upp.

Orsök slyssins er ekki ljós að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Þrír stukku úr vélinni sem fórst

Átta manns eru látnir eftir að lítil farþegaflugvél fórst í suðvestanverðu Finnlandi í dag. Óttast er um afdrif fimm til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×