Erlent

Þrír drepnir á pítsastað í Finnlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Að sögn lögreglu komu skotvopn ekki við sögu. Fréttin tengist fréttinni ekki beint.
Að sögn lögreglu komu skotvopn ekki við sögu. Fréttin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn mann vegna gruns um að hafa verið valdur að dauða þriggja manna á pítsastað í Laukas síðdegis í dag. Talsmaður lögreglu hefur staðfest fréttirnar í samtali við Yle.

Enn liggur ekki fyrir um ástæður árásarinnar, en að sögn lögreglu komu skotvopn ekki við sögu.

Laukas er lítill bær nærri borginni Jyväskylä í miðju landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×