Innlent

Þriðja sjúkraflug TF-GNÁ á sólarhring

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
TF-GNÁ.
TF-GNÁ. vísir/vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, er nú í sínu þriðja sjúkraflugi á sólarhring en rétt rúmlega tíu í kvöld barst stjórnstöð gæslunnar beiðni um þyrlu vegna sjúklings á Patreksfirði sem þarf að komast undir læknishendur í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Vegna veðurs var ekki fært fyrir sjúkraflugvél og var því óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. TF-GNÁ fór í loftið og er áætlað að hún lendi á Patreksfirði um klukkan 23:45 og flytji svo sjúklinginn á sjúkrahús í Reykjavík.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×