Innlent

Þráðlaust net í allar vélar Icelandair á þessu ári

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Fyrirtækið stefnir að því að sett verði þráðlaust net í allar vélar flugfélagsins á árinu.
Fyrirtækið stefnir að því að sett verði þráðlaust net í allar vélar flugfélagsins á árinu. Fréttablaðið/Daníel
Þráðlaust net verður komið í allar vélar Icelandair áður en árið er á enda að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. 

Eins og staðan er núna er þráðlaust net í um helmingi véla fyrirtækisins. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að fyrirtækið lofar þráðlausu neti í allar vélar en fyrirtækið tilkynnti árið 2012 að haustið 2013 yrði verki lokið. Í maí árið 2012 var undirritaður samningur við bandaríska tæknifyrirtækið Row 44 um uppsetningu netsins. 


Tengdar fréttir

Þráðlaust net í þotum fjögurra félaga

Af þeim sextán félögum sem munu halda uppi millilandaflugi frá Íslandi næsta sumar munu fjögur bjóða farþegum upp á nettengingu. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is.

Þráðlaust net í vélum Icelandair

Icelandair undirritar í dag samning við bandaríska tæknifyrirtækið Row 44 um uppsetningu á þráðlausu interneti í flugflota Icelandair. Farþegar Icelandair mun því geta notað eigin tölvubúnað til að tengjast internetinu. Í tilkynningu frá Icelandair segir að gert sé ráð fyrir að vinna við þetta hefjist strax í haust og verði lokið haustið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×