Innlent

Þörungaeitur í kræklingi í Hvalfirði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fólk er sterklega varað við að neyta kræklings úr firðinum eins og staðan er nú.
Fólk er sterklega varað við að neyta kræklings úr firðinum eins og staðan er nú. Vísir/Getty
Hvalfjörður er lokaður til skelfisksuppskeru eftir að þörungareitrun greindist í kræklingi. Fólk er sterklega varað við að neyta kræklings úr firðinum eins og staðan er nú.

Matvælastofnun varaði við tínslu á kræklingi í Hvalfirði fyrir ríflega viku síðan vegna hugsanlegrar eitrunar í kræklingi í firðinum.

Stofnunin sendi sýni af kræklingi til greiningar á þörungaeitri í síðustu viku og reyndist viðvörunin vera á rökum reist þar sem eiturmagn mælist vera 440µg/kg af DSP eitri sem er langt yfir viðmiðunarmörkum, en þau eru 160µg/kg.

Stofnunin mun áfram fylgjast með stöðu mála og láta vita þegar óhætt verður að neyta kræklings úr firðinum.

Af þeim svæðum sem Matvælastofnun vaktar m.t.t. þörungaeiturs er Hvalfjörður eina svæðið sem er lokað vegna eitrunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×