Handbolti

Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Samsett mynd
Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó.

Rússarnir tryggðu sér sigurinn á vítalínunni en norska liðinu mistókst síðan að tryggja sér aftur framlengingu eins og þær höfðu áður gert í lok venjulegs leiktíma.

„Rússarnir voru of góðar fyrir okkur. Þeir settu mikla pressu á okkur og við náðum ekki að bregðast nægilega vel við því. Við þurftum að spila okkar allra besta leik til að vinna en því miður náðum við því ekki," sagði Þórir Hergeirsson við Dagbladet eftir leikinn.

Sjá einnig:Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó

„Nú verðum við að rífa okkur upp fyrir leikinn um bronsið. Við megum vera vonsvikin í kvöld en á morgun verðum við að byrja að undirbúa okkur fyrir þann leik. Mótlæti gerir okkur bara sterkari," sagði Þórir.

„Ég er mjög vonsvikinn en við þurfum samt sem áður að vera auðmjúk og viðurkenna að Rússland var einu marki betri en við í kvöld," sagði Þórir.

Sjá einnig:Stelpurnar hans Þóris grétu eftir leikinn í nótt | Myndir

Camilla Herrem fékk algjört dauðafæri til að tryggja norska liðinu aðra framlengingu en vippaði boltanum framhjá.

„Svona er bara leikurinn. Camilla er lykilleikmaður hjá okkur og hefur gert margt gott fyrir þetta lið. Hún kemur sterk til baka," sagði Þórir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×