Lífið

Þörf hjá konum að láta rödd sína heyrast

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Skilyrði fyrir þátttöku í handritasamkeppninni var að það væri að minnsta kosti ein kvenpersóna í aðalhlutverki.
Skilyrði fyrir þátttöku í handritasamkeppninni var að það væri að minnsta kosti ein kvenpersóna í aðalhlutverki. Fréttablaðið/valli
„Það er rosalega mikil þörf hjá konum fyrir að láta rödd sína heyrast og það ríkir mikil eftirvænting eftir sögum eftir konur og um heim kvenna,“ segir Dögg Mósesdóttir, verkefnastjóri Doris Film á Íslandi, en í gær voru birt úrslit handritasamkeppni sem Doris Film og Wift efndu til á meðal kvenna í vor.

Þátttakan fór fram úr björtustu vonum, alls bárust 102 sögur í keppnina og komust ellefu þeirra í úrslit en tíu manna dómnefnd skipuð framleiðendum, leikstjórum og handritshöfundum sá um valið.

Samkeppnin var öllum opin og var hún nafnlaus í fyrstu umferð en skilyrði var að allar sögurnar hefðu að minnsta kosti eina kvenpersónu í aðalhlutverki. Úrslitahópurinn er skipaður fjölbreyttum hópi kvenna en þar má meðal annars nefna fatahönnuðinn Ýri Þrastardóttur, fyrrverandi dagskrárgerðarkonuna Elsu Maríu Jakobsdóttur, leikkonurnar Ísgerði Elfu Gunnarsdóttur og Lilju Sigurðardóttur og Evu Sigurðardóttur framleiðanda.

„Þetta eru konur með alls konar bakgrunn og þær fjalla um sögur sem einhverjum kvikmyndaleikstjórum hefði jafnvel aldrei dottið í hug. Það má til að mynda nefna eina konu sem er öryrki í Hveragerði og áhugarithöfundur en hún kemur með innsýn í mjög áhugaverðan heim,“ segir Dögg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×