Innlent

Þór með Hoffell í togi til landsins

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Flutningaskip í höfn. Nokkra daga tekur að draga Hoffellið til hafnar á Íslandi.
Flutningaskip í höfn. Nokkra daga tekur að draga Hoffellið til hafnar á Íslandi. vísir/stefán
Varðskipið Þór er nú komið með flutningaskip Samskipa, Hoffell, í tog eftir um sólarhrings siglingu að skipinu.

Hoffellið varð vélarvana um 160 sjómílur suðvestur af Færeyjum, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.

Fram kemur að Þór hafi komið að Hoffellinu rétt fyrir ellefu í gærmorgun og að aðeins hafi tekið áhöfnina á Þór tæpa tvo tíma að koma taug á milli skipanna þrátt fyrir töluverða ölduhæð. „Þór er nú kominn á stefnu til Reykjavíkur með Hoffellið í drætti og er áætlað að varðskipið komi með Hoffellið til hafnar í vikulokin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×