ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 23:02

Wells Fargo nćr sátt vegna svikareikninga

VIĐSKIPTI

Thompson međ skotsýningu

 
Körfubolti
07:21 28. JANÚAR 2016
Thompson á ferđinni í nótt.
Thompson á ferđinni í nótt. VÍSIR/GETTY

Þar sem Stephen Curry ákvað að vera rólegur þá tók Klay Thompson við sem „maðurinn“ hjá Golden State og skoraði 45 stig í nótt.

Þá skellti Golden State liði Dallas, 127-107, og náði að hefna fyrir tap fyrr á leiktíðinni. Dallas er eitt fjögurra liða sem hefur tekist að vinna Golden State í vetur.

Curry skoraði aðeins 14 stig að þessu sinni og bekkurinn skilaði miklu fyrir Warriors í leiknum. Þetta er í annað sinn sem Thompson braut 40 stiga múrinn í annað sinn í vetur og í sjötta sinn á ferlinum.

Golden State er nú búið að vinna 40 leiki í röð á heimavelli sínum. Þar af er liðið 22-0 í vetur í Oracle Arena.

„Það er fáranlegt. Ég trúi þessu varla. Þetta er haugur af sigurleikjum. Við elskum að vernda heimavöllinn og fólkið okkar elskar það líka,“ sagði Thompson en frammistöðu hans í nótt má sjá frekar hér að neðan.

Úrslit:

Cleveland-Phoenix  115-93
Boston-Denver  111-103
Detroit-Philadelphia  110-97
Atlanta-LA Clippers  83-85
Minnesota-Oklahoma  123-126
San Antonio-Houston  130-99
Utah-Charlotte  102-73
Golden State-Dallas  127-107


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Thompson međ skotsýningu
Fara efst