Körfubolti

Thompson með skotsýningu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Thompson á ferðinni í nótt.
Thompson á ferðinni í nótt. vísir/getty
Þar sem Stephen Curry ákvað að vera rólegur þá tók Klay Thompson við sem „maðurinn“ hjá Golden State og skoraði 45 stig í nótt.

Þá skellti Golden State liði Dallas, 127-107, og náði að hefna fyrir tap fyrr á leiktíðinni. Dallas er eitt fjögurra liða sem hefur tekist að vinna Golden State í vetur.

Curry skoraði aðeins 14 stig að þessu sinni og bekkurinn skilaði miklu fyrir Warriors í leiknum. Þetta er í annað sinn sem Thompson braut 40 stiga múrinn í annað sinn í vetur og í sjötta sinn á ferlinum.

Golden State er nú búið að vinna 40 leiki í röð á heimavelli sínum. Þar af er liðið 22-0 í vetur í Oracle Arena.

„Það er fáranlegt. Ég trúi þessu varla. Þetta er haugur af sigurleikjum. Við elskum að vernda heimavöllinn og fólkið okkar elskar það líka,“ sagði Thompson en frammistöðu hans í nótt má sjá frekar hér að neðan.

Úrslit:

Cleveland-Phoenix  115-93

Boston-Denver  111-103

Detroit-Philadelphia  110-97

Atlanta-LA Clippers  83-85

Minnesota-Oklahoma  123-126

San Antonio-Houston  130-99

Utah-Charlotte  102-73

Golden State-Dallas  127-107

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×