Þolandi þorir ekki enn að fara í skólann Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2016 07:00 Stúlkan hlaut meiðsl á baki og hálsi og var rispuð og marin eftir árásina. Myndband af atvikinu fór víða á samfélagsmiðlunum og vakti óhug. NordicPhotos/Getty Foreldrar unglingsstúlku sem varð fyrir líkamsárás á lóð Langholtsskóla í síðustu viku segja hana ekki enn hafa mætt í skólann, eða allt frá því fyrir páskafrí. Þau hafa gagnrýnt úrræðaleysi Austurbæjarskóla, sem stúlkan gengur í, vegna langvarandi eineltis sem aðrir nemendur skólans leggja dóttur þeirra í. Þau segja stjórnendur skólans ekki hafa sett sig í samband við þau frá því að árásin var gerð. Líkamsárásin telst upplýst hjá lögreglu. Þrjár stúlkur eru gerendur, tvær eru ósakhæfar og því var mál þeirra sent til barnaverndarnefnda en ein stúlka er sakhæf og liggur mál hennar á borði lögreglu. Ekki fengust upplýsingar hjá skólayfirvöldum um hvernig tekið yrði á málum innan skólans en hvorki skólastjóri Austurbæjarskóla né upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs geta tjáð sig um einstök mál.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að óháður aðili yrði fenginn til að fara yfir verkferla vegna eineltis og samskiptavanda barna. Skúli Helgason, formaður ráðsins, segir atvikið hafa verið áfall en að þessi ákvörðun sé ekki tekin í vantrausti á kerfið eins og það er. „Það er mjög mikilvægt að viðhalda trausti og skapa traust. Því viljum við skoða ferlana og athuga hvað við getum gert betur.“Þarf að vinna með gerendur Vanda Sigurgeirsdóttir er ráðgjafi í eineltismálum og rannsakar sérstaklega eineltismál í doktorsrannsókn sinni. Hún segir skólayfirvöld almennt vinna flott starf að mörgu leyti og að foreldrar séu orðnir mun meðvitaðri um einelti. Aftur á móti séu nokkur atriði sem þurfi að bæta. „Inngripin eru ekki nógu langvarandi og ítarleg. Það þarf að vinna meira með hópinn og sérstaklega þarf að vinna lengur með gerendur. Það dugar ekki að tala einu sinni eða tvisvar við þá og meira að segja getur það gert eineltið verra. Það þarf að lágmarki tíu skipta samskiptavinnu með gerendum.“ Vanda segir afar mikilvægt að beina frekari sjónum að gerendum. Því án gerenda séu vissulega engir þolendur. Hún segir að hægt sé að vinna með hegðun gerenda strax í leikskóla.Vanda segir inngripin þurfa að vera ítarlegri og lengri. Gerendur þurfi til að mynda að fara í fleiri viðtöl hjá skólastjórnendum.Vísir/daníel„Það er hægt að koma auga á þessa hegðun mjög snemma og það þarf að vinna með félagsfærni og vináttuþjálfun þeirra barna. Það er ekki nóg að kenna þeim fallegu orðin, eins og vináttu og tillitsemi, það þarf að þjálfa þau í hegðuninni. Ef maður nær að breyta þessari hegðun við ungan aldur þá sparast heilmikið. Við spörum sársauka þolenda og fjölskyldna þeirra, tíma skólakerfisins og annarra kerfa samfélagsins. Því rannsóknir sýna að mörgum gerendum líður verr, þeir eru með kvíða og þunglyndi og leita í andfélagslega hegðun, fara í afbrot, neyslu og beita ofbeldi. Vanda segir mikilvægt að muna eftir þessum atriðum þegar alvarleg atvik koma upp. „Við megum ekki gleyma að gerendur eru líka börn og auðvitað þyrfti að hjálpa þeim áður en eitthvað svona alvarlegt gerist.“Kennarar kalla eftir fræðsluÍ rannsókn Sjafnar Kristjánsdóttur á mati kennara á fræðslu og þjálfun í eineltismálum í kennaranámi, frá árinu 2011, kemur skýrt fram að kennarar vilja fá meiri fræðslu og þjálfun í því að bregðast við og takast á við einelti. Nær öllum þátttakendum rannsóknarinnar fannst vanta sérhæfða kennslu um eineltismál í kennaranámi. Eingöngu er boðið upp á valáfanga um einelti í náminu. Því sögðust margir vera illa undirbúnir til að takast á við eineltismál í starfi sínu sem kennarar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Foreldrar unglingsstúlku sem varð fyrir líkamsárás á lóð Langholtsskóla í síðustu viku segja hana ekki enn hafa mætt í skólann, eða allt frá því fyrir páskafrí. Þau hafa gagnrýnt úrræðaleysi Austurbæjarskóla, sem stúlkan gengur í, vegna langvarandi eineltis sem aðrir nemendur skólans leggja dóttur þeirra í. Þau segja stjórnendur skólans ekki hafa sett sig í samband við þau frá því að árásin var gerð. Líkamsárásin telst upplýst hjá lögreglu. Þrjár stúlkur eru gerendur, tvær eru ósakhæfar og því var mál þeirra sent til barnaverndarnefnda en ein stúlka er sakhæf og liggur mál hennar á borði lögreglu. Ekki fengust upplýsingar hjá skólayfirvöldum um hvernig tekið yrði á málum innan skólans en hvorki skólastjóri Austurbæjarskóla né upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs geta tjáð sig um einstök mál.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að óháður aðili yrði fenginn til að fara yfir verkferla vegna eineltis og samskiptavanda barna. Skúli Helgason, formaður ráðsins, segir atvikið hafa verið áfall en að þessi ákvörðun sé ekki tekin í vantrausti á kerfið eins og það er. „Það er mjög mikilvægt að viðhalda trausti og skapa traust. Því viljum við skoða ferlana og athuga hvað við getum gert betur.“Þarf að vinna með gerendur Vanda Sigurgeirsdóttir er ráðgjafi í eineltismálum og rannsakar sérstaklega eineltismál í doktorsrannsókn sinni. Hún segir skólayfirvöld almennt vinna flott starf að mörgu leyti og að foreldrar séu orðnir mun meðvitaðri um einelti. Aftur á móti séu nokkur atriði sem þurfi að bæta. „Inngripin eru ekki nógu langvarandi og ítarleg. Það þarf að vinna meira með hópinn og sérstaklega þarf að vinna lengur með gerendur. Það dugar ekki að tala einu sinni eða tvisvar við þá og meira að segja getur það gert eineltið verra. Það þarf að lágmarki tíu skipta samskiptavinnu með gerendum.“ Vanda segir afar mikilvægt að beina frekari sjónum að gerendum. Því án gerenda séu vissulega engir þolendur. Hún segir að hægt sé að vinna með hegðun gerenda strax í leikskóla.Vanda segir inngripin þurfa að vera ítarlegri og lengri. Gerendur þurfi til að mynda að fara í fleiri viðtöl hjá skólastjórnendum.Vísir/daníel„Það er hægt að koma auga á þessa hegðun mjög snemma og það þarf að vinna með félagsfærni og vináttuþjálfun þeirra barna. Það er ekki nóg að kenna þeim fallegu orðin, eins og vináttu og tillitsemi, það þarf að þjálfa þau í hegðuninni. Ef maður nær að breyta þessari hegðun við ungan aldur þá sparast heilmikið. Við spörum sársauka þolenda og fjölskyldna þeirra, tíma skólakerfisins og annarra kerfa samfélagsins. Því rannsóknir sýna að mörgum gerendum líður verr, þeir eru með kvíða og þunglyndi og leita í andfélagslega hegðun, fara í afbrot, neyslu og beita ofbeldi. Vanda segir mikilvægt að muna eftir þessum atriðum þegar alvarleg atvik koma upp. „Við megum ekki gleyma að gerendur eru líka börn og auðvitað þyrfti að hjálpa þeim áður en eitthvað svona alvarlegt gerist.“Kennarar kalla eftir fræðsluÍ rannsókn Sjafnar Kristjánsdóttur á mati kennara á fræðslu og þjálfun í eineltismálum í kennaranámi, frá árinu 2011, kemur skýrt fram að kennarar vilja fá meiri fræðslu og þjálfun í því að bregðast við og takast á við einelti. Nær öllum þátttakendum rannsóknarinnar fannst vanta sérhæfða kennslu um eineltismál í kennaranámi. Eingöngu er boðið upp á valáfanga um einelti í náminu. Því sögðust margir vera illa undirbúnir til að takast á við eineltismál í starfi sínu sem kennarar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira