Viðskipti innlent

Þjónustujöfnuður við útlönd jákvæður um 90,4 milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ferðaþjónusta var stærsti þjónustuliður í bæði inn- og útflutningi og var afgangur af henni 49,5 milljarðar.
Ferðaþjónusta var stærsti þjónustuliður í bæði inn- og útflutningi og var afgangur af henni 49,5 milljarðar. Vísir/Pjetur
Samkvæmt tölum Hagstofunnar var þjónustujöfnuður við útlönd jákvæður um 90,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi, en var jákvæður um 77,8 milljarða á sama tíma árið 2014 á gengi hvors árs. Heildarútflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi 2015 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 189,9 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 99,5 milljarðar.

Ferðaþjónusta var stærsti þjónustuliður í bæði inn- og útflutningi og var afgangur af henni 49,5 milljarðar. Útflutningur hennar nam 86,4 milljörðum og innflutningur 36,9 milljörðum. Afgangur vegna ferðaþjónustu var 36,6 milljarðar á sama ársfjórðungi árið 2014 á gengi hvors árs. 

Mestur afgangur var hinsvegar af samgöngu- og flutningaþjónustu eða 55,5 milljarðar. Útflutningur þeirra nam 73,1 milljarði og innflutningur 17,6 milljörðum. 

Önnur innflutt viðskiptaþjónusta nam 26,5 milljörðum og útflutningur 7,8 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. Halli var því mestur af þeirri þjónustu eða 18,7 milljarðar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×