Viðskipti innlent

Þjónustujöfnuður var jákvæður

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Samgöngur eru stærsti þjónustuliður í útflutningi á ársfjórðungum
Samgöngur eru stærsti þjónustuliður í útflutningi á ársfjórðungum
Heildarútflutningur á þjónustu á fjórða ársfjórðungi 2014 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 110,9 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 99,1 milljarður. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 11,8 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi. Til samanburðar var hann jákvæður um 18,9 milljarða á sama tíma árið 2013 á gengi hvors árs.

Samgöngur eru stærsti þjónustuliður í útflutningi á ársfjórðungnum og var afgangur vegna þeirrar þjónustu 23,2 milljarðar. Önnur viðskiptaþjónusta er stærsti þjónustuliður í innflutningi og nam halli af þeirri þjónustu 17,3 milljörðum. Halli á ferðaþjónustu var 4,5 milljarðar.

Fyrir árið 2014 var útflutningur á þjónustu 499,2 milljarðar en innflutningur á þjónustu 360,4 milljarðar samkvæmt bráðabirgðatölum. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um tæpa 138,8 milljarða en var jákvæður um 145,8 milljarða á árinu 2013 á gengi hvors árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×