Erlent

Þjóðverjar vísa starfsmanni CIA úr landi

Atli Ísleifsson skrifar
Njósnamálið hefur reitt fjölda þýskra stjórnmálamanna til mikillar reiði.
Njósnamálið hefur reitt fjölda þýskra stjórnmálamanna til mikillar reiði. Vísir/Getty
Þýsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa starfsmanni bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) úr landi vegna tveggja njósnamála sem nú eru til rannsóknar. Starfsmaðurinn er sagður hafa starfað sem tengiliður CIA í bandaríska sendiráðinu.

Formaður þýskrar þingnefndar segir ákvörðunina tekna vegna upplýsinga um njósnir bandarískra yfirvalda á þýskum stjórnmálamönnum og þar sem viðbrögð bandarískra yfirvalda hafi verið ófullnægjandi og þau treg til samstarfs. Málið hefur reitt þýska stjórnmálamenn til reiði.

31 árs starfsmaður þýsku leyniþjónustunnar var handtekinn í síðustu viku vegna gruns um að hafa njósnað fyrir Bandaríkin. Á maðurinn að hafa safnað upplýsingum um þýska þingnefnd sem rannsakar nú ásakanir um njósnir Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×