Erlent

Þjóðverjar samþykkja vegatolla fyrir útlenska bílstjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Reiknað er með að hinir nýju tollar taki gildi í fyrsta lagi árið 2019.
Reiknað er með að hinir nýju tollar taki gildi í fyrsta lagi árið 2019. Vísir/AFP
Þýska þingið hefur samþykkt að taka upp vegatolla á þýskum hraðbrautum fyrir útlenska bílstjóra.

Süddeutsche Zeitung segir frá því að tillagan umdeilda snúi að einkabílum og feli í sér að útlenskir bílstjórar verði að greiða gjald fyrir það að keyra á þýskum vegum.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hótaði að fara með málið fyrir Evrópudómstólinn fyrir tveimur árum en í desember síðastliðinn náðist samkomulag sem fól í sér að þýsk stjórnvöld gerðu ákveðnar breytingar á tillögunni sem nú hefur verið samþykkt.

Evrópuþingið er enn mjög andsnúið málinu og segir tollana fela í sér mismunun.

Reiknað er með að hinir nýju tollar taki gildi í fyrsta lagi árið 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×