Þjóðarsátt um skuldir 5. júlí 2010 06:00 Þjóðarsátt er orð sem oft hefur verið notað á síðustu mánuðum og ekki að ástæðulausu. Eftir hrunið eru margir ósáttir enda hefur hallað á fjölda fólks og því er þörf á þjóðarsátt. Nú hefur Hæstiréttur kaghýtt lánafyrirtæki með dómi sínum um gengistryggð lán. Í framhaldi af þessu hafa Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn komið með leiðbeinandi vinnulag um breytt greiðslufyrirkomulag lánanna. Og allt logar nú út af þessum „leiðbeinandi" gerningi. Ég er viss um að flestir sem tóku gengislánin hafi alls ekki hugsað sér að þurfa að greiða eins mikið og þeir hafa verið krafðir um. Ég er líka viss um að þeir hafi ekki heldur reiknað með að greiða jafnlítið og dómurinn kveður á um. Samt eru margir skuldarar ófúsir að hvika frá dómi Hæstaréttar og sjá enga ástæðu til koma til móts við lánafyrirtækin eftir þá óbilgirni sem að minnsta kosti einhver þeirra hafa sýnt og á tíðum fyrirlitleg vinnubrögð sem fréttir hafa greint frá. Fram undan er löng og ströng umræða og málaferli á málaferli ofan. Ríkisstjórnin er farin að gefa í skyn að samfélagið ráði illa við niðurstöðu dómsins og þess vegna hafi Seðlabankinn og FME brugðist svona við. Og auðvitað vekur það manni ugg ef sækja þarf meiri pening til ríkiskassans, með mikilli hættu á því að teygja velferðarkerfisins slitni. Þess vegna spyr ég: Getum við búið til einhvers konar þjóðarsátt um skuldirnar. Geta skuldarar þessa lands fallist á það að öll lán til húsnæðiskaupa og bílakaupa verði aðeins einnar gerðar með lagasetningu? Væri til dæmis hægt að lækka verðbótalánin og hækka gengislánin á einhvers konar miðlínu sem dregin er á milli verðtryggðu lánanna og gengislánanna eftir dóm Hæstaréttar. Þau átök og endalausu málaferli sem framundan eru um öll þessi lán geta orðið að ógn við allsherjarreglu og frið í samfélagi okkar. Ég hvet til þess að leitað verði sátta og samkomulags í mikilli einlægni og að Alþingi og ríkisstjórn geri sitt til þess að vinna að því í góðu samráði við þau samtök sem stofnuð hafa verið til varnar heimilum og skuldurum þessa lands. Já, mikið held ég að margir yrðu fegnir ef hægt væri að klára þetta mál með ásættanlegri og viðráðanlegri lausn sem áreiðanlega er til. Að við gætum gert alvöru þjóðarsátt í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þjóðarsátt er orð sem oft hefur verið notað á síðustu mánuðum og ekki að ástæðulausu. Eftir hrunið eru margir ósáttir enda hefur hallað á fjölda fólks og því er þörf á þjóðarsátt. Nú hefur Hæstiréttur kaghýtt lánafyrirtæki með dómi sínum um gengistryggð lán. Í framhaldi af þessu hafa Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn komið með leiðbeinandi vinnulag um breytt greiðslufyrirkomulag lánanna. Og allt logar nú út af þessum „leiðbeinandi" gerningi. Ég er viss um að flestir sem tóku gengislánin hafi alls ekki hugsað sér að þurfa að greiða eins mikið og þeir hafa verið krafðir um. Ég er líka viss um að þeir hafi ekki heldur reiknað með að greiða jafnlítið og dómurinn kveður á um. Samt eru margir skuldarar ófúsir að hvika frá dómi Hæstaréttar og sjá enga ástæðu til koma til móts við lánafyrirtækin eftir þá óbilgirni sem að minnsta kosti einhver þeirra hafa sýnt og á tíðum fyrirlitleg vinnubrögð sem fréttir hafa greint frá. Fram undan er löng og ströng umræða og málaferli á málaferli ofan. Ríkisstjórnin er farin að gefa í skyn að samfélagið ráði illa við niðurstöðu dómsins og þess vegna hafi Seðlabankinn og FME brugðist svona við. Og auðvitað vekur það manni ugg ef sækja þarf meiri pening til ríkiskassans, með mikilli hættu á því að teygja velferðarkerfisins slitni. Þess vegna spyr ég: Getum við búið til einhvers konar þjóðarsátt um skuldirnar. Geta skuldarar þessa lands fallist á það að öll lán til húsnæðiskaupa og bílakaupa verði aðeins einnar gerðar með lagasetningu? Væri til dæmis hægt að lækka verðbótalánin og hækka gengislánin á einhvers konar miðlínu sem dregin er á milli verðtryggðu lánanna og gengislánanna eftir dóm Hæstaréttar. Þau átök og endalausu málaferli sem framundan eru um öll þessi lán geta orðið að ógn við allsherjarreglu og frið í samfélagi okkar. Ég hvet til þess að leitað verði sátta og samkomulags í mikilli einlægni og að Alþingi og ríkisstjórn geri sitt til þess að vinna að því í góðu samráði við þau samtök sem stofnuð hafa verið til varnar heimilum og skuldurum þessa lands. Já, mikið held ég að margir yrðu fegnir ef hægt væri að klára þetta mál með ásættanlegri og viðráðanlegri lausn sem áreiðanlega er til. Að við gætum gert alvöru þjóðarsátt í þessu máli.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun