Körfubolti

Þjálfarinn í stuði inn á vellinum og Hattarmenn á sigurbraut

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viðar Örn Hafsteinsson
Viðar Örn Hafsteinsson Vísir/Anton
Höttur féll úr Domino´s deildinni í fyrravor en það lítur út fyrir það að strákarnir á Egilsstöðum hafi sett stefnuna á það að endurheimta sætið sitt strax í vetur.

Hattarliðið hefur unnið tvo góða sigra í fyrstu tveimur umferðum 1. deildar karla í körfubolta en liðið vann 31 stigs sigur á FSu í kvöld. FSU féll einmitt með Hetti á síðustu leiktíð.

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lék ekki með liðinu í Domino´s deildinni í fyrra en hann hefur nú tekið skóna fram að nýju.

Viðar skoraði 20 stig á aðeins 18 mínútum í kvöld og hefur þar með skorað 34 stig á 34 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum. Viðar setti niður þrjá þrista alveg eins og í fyrsta leiknum og var einnig með fimm stoðsendingar á strákana sína á móti FSU í kvöld.

Ragnar Gerald Albertsson var stighæstur hjá Hetti með 23 stig en hann kom til liðsins frá Keflavík.

Bandaríkjamaðurinn Aaron Moss var með þrennu (18 stig/18 fráköst/10 stoðsendingar) og Mirko Stefan Virijevic gældi líka við þrennuna (9 stig/10 fráköst/6 stoðsendingar).

Terrence Motley var langatkvæðamestur hjá FSu með 36 stig og 16 fráköst. Svavar Ingi Stefánsson skoraði 10 stig.

Breiðablik og Höttur eru bæði með fullt hús eftir tvær umferðir en bæði Valur og Hamar, sem unnu leik sinn í fyrstu umferð eiga leik inni á efstu liðin.



Höttur-FSu 102-71 (29-13, 22-13, 20-25, 31-20)

Höttur: Ragnar Gerald Albertsson 23, Vidar Orn Hafsteinsson 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Aaron Moss 18/18 fráköst/10 stoðsendingar, Mirko Stefan Virijevic 9/10 fráköst/6 stoðsendingar, Atli Geir Sverrisson 8/5 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 8, Sigmar Hákonarson 7/5 stoðsendingar, Brynjar Snær Grétarsson 4, Gísli Þórarinn Hallsson 3, Bjartmar Halldórsson 2.

FSu: Terrence Motley 36/16 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 10/7 fráköst, Sigurður Jónsson 6, Hilmir Ægir Ómarsson 6, Ari Gylfason 6/6 fráköst, Hörður Jóhannsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2, Jón Jökull Þráinsson 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×