SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 20:45

Martrađabyrjun í fyrsta leik Noregs undir stjórn Lars

SPORT

Ţjálfari Króata ósáttur viđ blađamann Vísis

 
Fótbolti
16:38 18. NÓVEMBER 2013

Niko Kovac, þjálfari karlalandsliðs Króatíu, var allt annað en sáttur við spurningu blaðamanns Vísis á fundi með blaðamönnum í Zagreb í dag.

Undirritaður spurði Kovac hvort hann myndi refsa leikmönnunum átta sem fengu sér vel í glas á hóteli liðsins eftir markalausa jafnteflið á föstudagskvöldið. Vísir fjallaði um málið fyrr í dag.

„Trúir þú að þetta sé satt?“ spurði Kovac undirritaðan sem svaraði því til að  hann vissi að sagan væri sönn.

„Ef þú trúir því virkilega að sagan sé sönn þá þakka ég fyrir gestrisnina,“ sagði Kovac kaldhæðinn.

„Ég veit fyrir víst að sagan er ekki sönn. Ég hélt að þú værir herramaður úr norðri. Nú veit ég að það er ekki satt.“

Vísir ítrekar að vefurinn stendur algjörlega við fyrri frétt um málið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Ţjálfari Króata ósáttur viđ blađamann Vísis
Fara efst