Innlent

Þingmenn vilja vernda uppljóstrara

Hópur þignmanna sem allir hafa starfað sem blaða- og fréttamenn, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara, eða heimildarmanna.

Þeir segja að uppljóstrarar hafi ítrekað gengt mikilvægu hlutverki við að koma upplýsingum um misgerðir gegn almannahagsmunum á framfæri við almenning.

Þá benda þeir á að Evrópuþingið hafi ályktað um nauðsyn á aukinni vernd uppljóstrara. Þar eru þeir skilgreindir sem einstaklingar, sem vekja athygli á ástandi, til að koma í veg fyrir misgjörðir, sem setji aðra þjóðfélagsþegna í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×