Erlent

Þingmenn slógust um kjörgengisskilyrði

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Fjölmenn mótmæli voru í Kampala í síðustu viku þar sem frumvarpinu var mótmælt.
Fjölmenn mótmæli voru í Kampala í síðustu viku þar sem frumvarpinu var mótmælt. Vísir/AFP
Slagsmál brutust út á úganska þinginu í dag þegar rætt var um frumvarp þess efnis að afnema lög sem kveða á um að einstaklingur yfir 75 ára geti ekki boðið sig fram til forseta. Upp úr sauð á milli þingmannanna og kom til handalögmála. Þá var stólum kastað.

Umræðan um hámarksaldur til forsetaframboðs hefur verið hitamál í Úganda þar sem Yoweri Museveni, forseti Úganda, er 73 ára og mun ekki geta boðið sig fram til endurkjörs nema frumvarpið verði samþykkt. Museveni hefur verið forseti Úganda frá árinu 1986 en hann var fyrst kosinn í lýðræðislegum kosningum árið 1996. Fjölmenn mótmæli voru í Kampala, höfuðborg landsins, í síðustu viku þar sem frumvarpinu var mótmælt.

Árið 2005 voru afnumin lög sem kváðu um að ekki væri hægt að gegna embættinu í meira en tvö kjörtímabil. Gerði það Museveni kleift að bjóða sig fram aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×