Innlent

Þingmenn krefjast skýrari svara

kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar
Þingmenn vilja rök fyrir því af hverju stendur til að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun.
Þingmenn vilja rök fyrir því af hverju stendur til að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Vísir/GVA
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mælir fyrir breytingum á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Frumvarpið var kynnt á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku, því var síðan dreift til þingmanna.

Samkvæmt frumvarpi utanríkisráðherra verður Þróunarsamvinnustofnun lögð niður, verkefni hennar flutt yfir í ráðuneytið en „þrátt fyrir ákvæði laga þessara skal Þróunarsamvinnustofnun Íslands starfa áfram til 1. janúar 2016, en lögð niður frá og með þeim degi,“ eins og segir orðrétt í frumvarpinu.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er einn níu þingmanna stjórnarandstöðunnar sem lögðu fram beiðni um skýrslu frá utanríkisráðherra um skipulag þróunarsamvinnu vegna fyrirhugaðrar sameiningar.

„Við erum að leita eftir því hvaða faglegu rök séu til grundvallar þessari tillögu ráðherra, að sameina allt í ráðuneytinu, hvort það hafi verið einhver óánægja með störf Þróunarsamvinnustofnunar og hvort ekki sé ástæða til að bíða eftir úttekt sem er í vinnslu hjá þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (DAC) sem verður birt 2016. Við spyrjum: hvað liggur á? Og hver faglegu rökin séu. Við viljum að það sé tíundað betur en gert er í greinargerð með frumvarpinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×