Erlent

Þingkosningum í Egyptalandi frestað

Atli Ísleifsson skrifar
Frá egypsku höfuðborginni Kaíró.
Frá egypsku höfuðborginni Kaíró. Vísir/AFP
Stjórnlagadómstóll í Egyptalandi hefur tilkynnt um úrskurð sem í reynd kemur í veg fyrir að þingkosningar verði haldnar í landinu þann 21. mars næstkomandi líkt og til stóð.

Dómstóllinn úrskurðaði að sum ákvæði kosningalaganna stangist á við stjórnarskrá landsins. Því sé nauðsynlegt að gera breytingar á kosningalögunum áður en kosningar fari fram.

Í frétt SVT segir að þingkosningarnar hafi átt að vera þær fyrstu í landinu frá því að Muhammad Mursi var hrakinn úr stóli forseta árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×