Innlent

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Af fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins þann 4. nóvember síðastliðinn.
Af fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins þann 4. nóvember síðastliðinn. Vísir/Eyþór
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins situr nú á fundi sem hófst klukkan tíu. Ekki er ljóst hvað er rætt á fundinum, en líklur eru á að möguleikar um myndun ríkisstjórnar séu til umræðu.

Engin tíðindi hafa borist af stjórnarmyndun síðan um helgina. Forseti Íslands ákvað fyrir helgi að veita engum tilteknum einstakling umboð til stjórnarmyndunar og hvatti til að allir flokkar ræddu saman.

Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu um helgina en flokkarnir höfðu áður slitið formlegum viðræðum.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, staðfesti við Vísi í morgun að engir fundir milli formanna flokkanna séu á dagskrá í dag.


Tengdar fréttir

Líkur á samstarfi aukast

Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn

Stjórnmálamenn eru dasaðir eftir að síðustu stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Enginn fer með stjórnarmyndunarumboðið. Forseti Íslands segir að nú verði stjórnmálamenn að rísa til ábyrgðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×