Fótbolti

Þessir þrír leikmenn United stóðu sig best í kvöld að mati Guardian

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney lyftir bikarnum
Wayne Rooney lyftir bikarnum Vísir/Getty
Miðjumennirnir Paul Pogba og Marouane Fellaini og varnarmaðurinn Chris Smalling voru bestu menn Manchester United liðsins í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Vinavöllum í kvöld að mati blaðamanna Guardian.

Paul Pogba skoraði fyrra mark Manchester United í leiknum en hinir tveir áttu stoðsendingarnar fyrir mörkin. Fellaini lagði upp mark Pogba en lagði upp mark Henrikh Mkhitaryan. Allir fengu þessir þrír átta í einkunn.

Markvörðurinn Sergio Romero og varamennirnir Antonio Martial og Wayne Rooney fengu lægstu einkunnina hjá Guardian eða sex hver.

„Hafði heppnina með sér í markinu en byrjaði leikinn vel og hélt því út leikinn. Var með góðar sendingar og hjálpaði United-liðinu að eigna sér miðjuna,“ var sagt um frammistöðu Paul Pogba.

„Gerði akkurat það sem af honum var krafist. Lokaði miðjusvæðinu með Pogba, lagði upp fyrsta markið. Gat líka sjálfur skorað skallamark,“ var sagt um frammistöðu Marouane Fellaini.

„Hélt Kasper Dolberg algjörlega niðri og réttlætti þá ákvörðun að velja hann í byrjunarliðið. Var öflugur í loftinu og þar á meðal þegar hann lagði upp seinna markið fyrir Mkhitaryan,“ var sagt um frammistöðu Chris Smalling.



Einkunnir leikmanna Manchester United:

Sergio Romero 6

Antonio Valencia 7

Chris Smalling 8

Daley Blind 7

Matteo Darmian 7

Ander Herrera 7

Paul Pogba 8

Marouane Fellaini 8

Juan Mata 7

Henrikh Mkhitaryan 7

Marcus Rashford 7

Varamenn:

Lingard 7 (fyrir Mkhitaryan, 74.)

Martial 6 (fyrir Rashford, 84.)

Rooney 6 (fyrir Mata, 90.)

Það er hægt að lesa meira um þetta hér.


Tengdar fréttir

Pogba: Enginn getur sagt neitt núna

Paul Pogba átti góðan leik á miðju Manchester United í kvöld í 2-0 sigrinum á Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og markið hans í fyrri hálfleik skipti gríðarlega miklu máli fyrir liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×