Sport

Þekktur frjálsíþróttaþjálfari handtekinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lögreglan fer með lyfin sem hún fann í húsleitinni út í bíl.
Lögreglan fer með lyfin sem hún fann í húsleitinni út í bíl. vísir/epa
Þjálfari heimsmethafans í 1.500 metra hlaupi kvenna var handtekinn rétt fyrir utan Barcelona í gær.

Lögreglan ruddist þá inn á hótelherbergi þjálfarans sem heitir Jama Aden og er frá Sómalíu. Aden og ónefndur sjúkraþjálfari frá Marokkó hafa verið ákærðir fyrir að selja ólögleg lyf til íþróttamanna.

Aden þjálfar meðal annars eþíópísku frjálsíþróttastjörnuna Genzebe Dibaba sem hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Dibaba er frjálsíþróttakona ársins og líkleg til þess að vinna gull á ÓL í Ríó í sumar.

Aden hefur þjálfað marga íþróttamenn sem hafa unnið til verðlauna á Ólympíuleikum.

Á hótelherbergi Aden fundust ólögleg efni og 20 frjálsíþróttamenn á hótelinu voru umsvifalaust teknir í lyfjapróf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×