Innlent

Þeir sem eru á leið í páskafrí á miðvikudag þurfa á sólgleraugum að halda

Birgir Olgeirsson skrifar
Svona lítur spákort Veðurstofu Íslands út fyrir miðvikudaginn.
Svona lítur spákort Veðurstofu Íslands út fyrir miðvikudaginn. vedur.is
Margir bíða eflaust óþreyjufullir eftir páskafríinu og má ætla að umferðin verði ansi þung á miðvikudag þegar ferðalangar leggja í hann.

Spákort Veðurstofu Íslands nær nú til miðvikudags og þar kemur ýmislegt í ljós þó hafa verði í huga að veðurspá svo langt fram í tímann getur ekki talist áreiðanleg. En samkvæmt þeim upplýsingum sem gefnar eru upp á þessu spákorti þá má búast við sólríku veðri víðs vegar um landið og skynsamlegast að hafa sólgleraugun með í för.

Samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands fyrir miðvikudaginn má búast við norðan- og norðvestanátt með éljum norðan til en björtu veðri sunnanlands.

Á fimmtudegi, skírdag, snýst líklega í austanátt með snjókomu suðvestan til seinni partinn, annars úrkomulítið. 

Fylgstu með á veðurvef Vísis. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×