Þeim fjölgar um 90% sem aldrei lesa bók Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 10. júní 2015 07:00 Þróun lestrar síðustu fjögur árin. Úr könnun Capacent. Þeim sem aldrei lesa bækur hefur fjölgað úr 7 prósentum í 13,3 prósent á fjórum árum, eða um 90 prósent. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent vann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda. Alls lásu 86,7 prósent 18 ára eða eldri að minnsta kosti eina bók á síðasta ári. Þetta hlutfall er með því hæsta sem gerist í heiminum en Bryndís Loftsdóttir, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir fjölgun þeirra sem aldrei lesa mikið áhyggjuefni. „Við höldum fast í heiðurinn af því að vera bókmenntaþjóð heimsins og fremst í flokki þegar kemur að því að lesa bækur. Það virðist vera að fjara undan okkur hvað það varðar og við verðum að bregðast við því,“ segir Bryndís. Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, segir þessar niðurstöður agalegar. „Það hringja allar viðvörunarbjöllur þegar maður sér svona upplýsingar og þær krefjast viðbragða frá fleirum en höfundum og bókaútgefendum. Þetta eru mikilvæg skilaboð og verkfæri fyrir stjórnvöld og samfélagið til að nýta sér, í stað þess að fljóta sofandi að feigðarósi.“ Kristín Helga segir að hægt sé að snúa þróuninni við. Mikilvægt sé að einblína ekki aðeins á börnin, fullorðnir verði að lesa líka. „Menntamálaráðherra þarf að leiða þessa bókabyltingu.“ Bryndís kallar líka eftir átaki. „Það þarf að blása til vitundarvakningar. Ef þjóðin setur sér það markmið að hvert okkar klári þrjár bækur á árinu 2015 værum við á góðri leið.“Kristín Helga GunnarsdóttirEkki hægt að kenna bókaskatti um „Ég vil minna á að það eru ekki nema örfáir mánuðir síðan virðisaukaskattur á bækur var hækkaður þannig að við skulum fara varlega í að skýra þessar tölur út frá skattprósentu,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, um það hvort aukin skattheimta spili inn í varðandi minni lestur. Hann vill ekki tjá sig um hvort til greina komi að lækka skattinn. „Ég hef sagt það áður að þetta er mál sem við munum fylgjast mjög vel með, hvaða afleiðingar það hafði að hækka vaskinn á bækur úr 7 í 12 prósent. Það þýðir að málið er opið hvað það varðar.“ Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Þeim sem aldrei lesa bækur hefur fjölgað úr 7 prósentum í 13,3 prósent á fjórum árum, eða um 90 prósent. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent vann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda. Alls lásu 86,7 prósent 18 ára eða eldri að minnsta kosti eina bók á síðasta ári. Þetta hlutfall er með því hæsta sem gerist í heiminum en Bryndís Loftsdóttir, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir fjölgun þeirra sem aldrei lesa mikið áhyggjuefni. „Við höldum fast í heiðurinn af því að vera bókmenntaþjóð heimsins og fremst í flokki þegar kemur að því að lesa bækur. Það virðist vera að fjara undan okkur hvað það varðar og við verðum að bregðast við því,“ segir Bryndís. Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, segir þessar niðurstöður agalegar. „Það hringja allar viðvörunarbjöllur þegar maður sér svona upplýsingar og þær krefjast viðbragða frá fleirum en höfundum og bókaútgefendum. Þetta eru mikilvæg skilaboð og verkfæri fyrir stjórnvöld og samfélagið til að nýta sér, í stað þess að fljóta sofandi að feigðarósi.“ Kristín Helga segir að hægt sé að snúa þróuninni við. Mikilvægt sé að einblína ekki aðeins á börnin, fullorðnir verði að lesa líka. „Menntamálaráðherra þarf að leiða þessa bókabyltingu.“ Bryndís kallar líka eftir átaki. „Það þarf að blása til vitundarvakningar. Ef þjóðin setur sér það markmið að hvert okkar klári þrjár bækur á árinu 2015 værum við á góðri leið.“Kristín Helga GunnarsdóttirEkki hægt að kenna bókaskatti um „Ég vil minna á að það eru ekki nema örfáir mánuðir síðan virðisaukaskattur á bækur var hækkaður þannig að við skulum fara varlega í að skýra þessar tölur út frá skattprósentu,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, um það hvort aukin skattheimta spili inn í varðandi minni lestur. Hann vill ekki tjá sig um hvort til greina komi að lækka skattinn. „Ég hef sagt það áður að þetta er mál sem við munum fylgjast mjög vel með, hvaða afleiðingar það hafði að hækka vaskinn á bækur úr 7 í 12 prósent. Það þýðir að málið er opið hvað það varðar.“
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira