Þegar stjarna á ekki við Jónas Sen skrifar 28. desember 2010 10:28 Þótt margt hafi verið flott í tónlistarlífinu á árinu tekur maður fyrst og fremst eftir því sem er frumlegt. Oft skortir hugmyndaauðgi í framsetningu klassískrar tónlistar.Síðustu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins sem ég skrifaði um voru til fyrirmyndar að þessu leyti. Tónleikagestum var boðið upp á alveg nýja útgáfu af Goldberg-tilbrigðum Bachs. Sem heppnuðust svona ljómandi vel. Þarna var þekkt tónsmíð, sem venjulega er spiluð á píanó eða sembal, flutt af strengjatríói. Og maður sá hana í alveg nýju ljósi.Tónleikar Sinfóníunnar hafa líka margir verið stórglæsilegir á árinu, þrátt fyrir að hafa ekki alltaf verið mjög frumlegir. Á Listahátíð söng einsöng með hljómsveitinni sá klassíski söngvari sem hefur unnið hvað glæstustu sigrana erlendis. Það er Kristinn Sigmundsson. Kristinn er frábær söngvari, röddin á tónleikunum var mögnuð og túlkunin sannfærandi.Garðar Cortes stjórnaði tónleikunum með Kristni, en venjulega hefur Rumon Gamba stjórnað. Hann hætti sem aðalstjórnandi í vor. Ég er hálf feginn að það er enginn fastur stjórnandi núna. Í haust hefur dagskráin einmitt verið óvanalega spennandi. Verkin eru kunnugleg en samt veit maður aldrei á hverju er von. Það eru alltaf nýir stjórnendur!Stór tímamót fram undanHarpa, tónlistarhúsið langþráða, verður opnuð á næsta ári. Sinfónían hefur þurft að dúsa í Háskólabíói í allt of langan tíma. Í Háskólabíói er hljómburðurinn svo afleitur að ekki er hægt að njóta leiks Sinfóníunnar nema í fremri helmingi salarins, helst fyrir miðju. Vonandi verður hljómburðurinn í Hörpu ekki bara betri, heldur miklu betri.Það verða stór tímamót þegar Sinfónían flytur inn í Hörpu. En það voru líka ákveðin tímamót í ár, því hljómsveitin varð sextug í mars. Ég verð að viðurkenna að ég sé pínulítið eftir grein sem ég skrifaði um afmælistónleikana. Á tónleikunum var frumflutt tónsmíð eftir Hafliða Hallgrímsson sem heitir Norðurdjúp. Mér fannst verkið leiðinlegt og líkti því við allt of langa ræðu um IceSave. Eftir á að hyggja var það óheppileg líking. Ekkert er eins leiðinlegt og IceSave. Verk Hafliða var í sjálfu sér ágætt, haganlega sett saman og framvindan sannfærandi. Það var bara dálítið þunglyndislegt og átti einhvern veginn ekki við í afmælisveislu.Ég er samt mjög hrifinn af Hafliða sem tónskáldi. Passían eftir hann er eitt besta verk íslenskra tónbókmennta. Og Örsögur, sem komu út á geisladiski í vetur, eru einfaldlega frábærar. Þetta eru sögur úr Sovétríkjunum sálugu. Þær eru fyndnar en samt er í þeim óhugnanlegur undirtónn sem Hafliði kemur til skila á meistaralegan hátt.Geisladiskar og tónleikar eru auðvitað ekki einu hliðarnar á tónlistarmenningunni. Nokkrir frábærir tónlistarþættir eru á RÚV. Þeir hafa svo sannarlega auðgað tónlistina að undanförnu. Útsendingarnar frá Sinfóníutónleikum eru óaðfinnanlegar. Og í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru tónlistarþættir Höllu Steinunnar Stefánsdóttur, Girni, grúsk og gloríur. Þeir fjalla um gamla meistara og gömul tónverk, og hvernig þau hljómuðu þegar þau heyrðust fyrst. Þetta eru merkilega líflegir og fróðlegir þættir. Þeir fengju fimm stjörnur ef ég mætti ráða.StjörnustríðEn talandi um það, þarf alltaf að gefa stjörnur? Stjörnurnar eru vissulega þægilegar - lesandinn sér strax niðurstöðu gagnrýnandans. Gallinn er sá að stundum er ekki hægt að komast að slíkri niðurstöðu.Listin er í eðli sínu margþætt, jafnvel óræð, enda fjallar tónlistin oft um það sem ekki er hægt að koma orðum að. Með því að gefa tónlist stjörnur er verið að segja að hægt sé skilgreina tónlist með örfáum orðum, setja hana í glas með merkimiða á. Vissulega er sumt einfaldlega gott og sumt er frábært. En annað er flóknara og það passar illa að gefa því stjörnur.Í dómi sem ég skrifaði um ævistarf Kristjáns Jóhannssonar, upptökur sem spanna allan hans feril, gaf ég bara eina stjörnu. Dómurinn hefur valdið nokkru fjaðrafoki. Dylgjað hefur verið um mig að ég hafi skrifað dóminn af rætni. Sem er ekki rétt. Ég vil benda lesendum á að skrifa "Kristjan Johannsson review" í Google. Sjáið t.d. dóm í New York Times frá 24. febrúar 1997. Dómarnir eru margir fleiri og frá mismunandi tímabilum, og niðurstaðan er yfirleitt sú sama. Kristján hefur öfluga rödd, en hann er hrjúfur og einhæfur túlkandi. Þannig virðist hann alltaf hafa verið.Mér er algerlega fyrirmunað að vera óheiðarlegur í skrifum. En til að vera fyllilega sanngjarn þá get ég fallist á að tónninn í grein minni hafi verið óþarflega hörkulegur. Og það voru sennilega mistök að gefa plötunni bara eina stjörnu. Heilt æviverk verður ekki afgreitt með einni stjörnu, og ekki heldur með fimm stjörnum. Í þessu tilviki hefði verið betra að hreinlega sleppa stjörnugjöfinni.Kannski væri ekki svo galið að fella alveg niður stjörnugjöfina í listgagnrýni á árinu sem nú er að ganga í garð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Þótt margt hafi verið flott í tónlistarlífinu á árinu tekur maður fyrst og fremst eftir því sem er frumlegt. Oft skortir hugmyndaauðgi í framsetningu klassískrar tónlistar.Síðustu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins sem ég skrifaði um voru til fyrirmyndar að þessu leyti. Tónleikagestum var boðið upp á alveg nýja útgáfu af Goldberg-tilbrigðum Bachs. Sem heppnuðust svona ljómandi vel. Þarna var þekkt tónsmíð, sem venjulega er spiluð á píanó eða sembal, flutt af strengjatríói. Og maður sá hana í alveg nýju ljósi.Tónleikar Sinfóníunnar hafa líka margir verið stórglæsilegir á árinu, þrátt fyrir að hafa ekki alltaf verið mjög frumlegir. Á Listahátíð söng einsöng með hljómsveitinni sá klassíski söngvari sem hefur unnið hvað glæstustu sigrana erlendis. Það er Kristinn Sigmundsson. Kristinn er frábær söngvari, röddin á tónleikunum var mögnuð og túlkunin sannfærandi.Garðar Cortes stjórnaði tónleikunum með Kristni, en venjulega hefur Rumon Gamba stjórnað. Hann hætti sem aðalstjórnandi í vor. Ég er hálf feginn að það er enginn fastur stjórnandi núna. Í haust hefur dagskráin einmitt verið óvanalega spennandi. Verkin eru kunnugleg en samt veit maður aldrei á hverju er von. Það eru alltaf nýir stjórnendur!Stór tímamót fram undanHarpa, tónlistarhúsið langþráða, verður opnuð á næsta ári. Sinfónían hefur þurft að dúsa í Háskólabíói í allt of langan tíma. Í Háskólabíói er hljómburðurinn svo afleitur að ekki er hægt að njóta leiks Sinfóníunnar nema í fremri helmingi salarins, helst fyrir miðju. Vonandi verður hljómburðurinn í Hörpu ekki bara betri, heldur miklu betri.Það verða stór tímamót þegar Sinfónían flytur inn í Hörpu. En það voru líka ákveðin tímamót í ár, því hljómsveitin varð sextug í mars. Ég verð að viðurkenna að ég sé pínulítið eftir grein sem ég skrifaði um afmælistónleikana. Á tónleikunum var frumflutt tónsmíð eftir Hafliða Hallgrímsson sem heitir Norðurdjúp. Mér fannst verkið leiðinlegt og líkti því við allt of langa ræðu um IceSave. Eftir á að hyggja var það óheppileg líking. Ekkert er eins leiðinlegt og IceSave. Verk Hafliða var í sjálfu sér ágætt, haganlega sett saman og framvindan sannfærandi. Það var bara dálítið þunglyndislegt og átti einhvern veginn ekki við í afmælisveislu.Ég er samt mjög hrifinn af Hafliða sem tónskáldi. Passían eftir hann er eitt besta verk íslenskra tónbókmennta. Og Örsögur, sem komu út á geisladiski í vetur, eru einfaldlega frábærar. Þetta eru sögur úr Sovétríkjunum sálugu. Þær eru fyndnar en samt er í þeim óhugnanlegur undirtónn sem Hafliði kemur til skila á meistaralegan hátt.Geisladiskar og tónleikar eru auðvitað ekki einu hliðarnar á tónlistarmenningunni. Nokkrir frábærir tónlistarþættir eru á RÚV. Þeir hafa svo sannarlega auðgað tónlistina að undanförnu. Útsendingarnar frá Sinfóníutónleikum eru óaðfinnanlegar. Og í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru tónlistarþættir Höllu Steinunnar Stefánsdóttur, Girni, grúsk og gloríur. Þeir fjalla um gamla meistara og gömul tónverk, og hvernig þau hljómuðu þegar þau heyrðust fyrst. Þetta eru merkilega líflegir og fróðlegir þættir. Þeir fengju fimm stjörnur ef ég mætti ráða.StjörnustríðEn talandi um það, þarf alltaf að gefa stjörnur? Stjörnurnar eru vissulega þægilegar - lesandinn sér strax niðurstöðu gagnrýnandans. Gallinn er sá að stundum er ekki hægt að komast að slíkri niðurstöðu.Listin er í eðli sínu margþætt, jafnvel óræð, enda fjallar tónlistin oft um það sem ekki er hægt að koma orðum að. Með því að gefa tónlist stjörnur er verið að segja að hægt sé skilgreina tónlist með örfáum orðum, setja hana í glas með merkimiða á. Vissulega er sumt einfaldlega gott og sumt er frábært. En annað er flóknara og það passar illa að gefa því stjörnur.Í dómi sem ég skrifaði um ævistarf Kristjáns Jóhannssonar, upptökur sem spanna allan hans feril, gaf ég bara eina stjörnu. Dómurinn hefur valdið nokkru fjaðrafoki. Dylgjað hefur verið um mig að ég hafi skrifað dóminn af rætni. Sem er ekki rétt. Ég vil benda lesendum á að skrifa "Kristjan Johannsson review" í Google. Sjáið t.d. dóm í New York Times frá 24. febrúar 1997. Dómarnir eru margir fleiri og frá mismunandi tímabilum, og niðurstaðan er yfirleitt sú sama. Kristján hefur öfluga rödd, en hann er hrjúfur og einhæfur túlkandi. Þannig virðist hann alltaf hafa verið.Mér er algerlega fyrirmunað að vera óheiðarlegur í skrifum. En til að vera fyllilega sanngjarn þá get ég fallist á að tónninn í grein minni hafi verið óþarflega hörkulegur. Og það voru sennilega mistök að gefa plötunni bara eina stjörnu. Heilt æviverk verður ekki afgreitt með einni stjörnu, og ekki heldur með fimm stjörnum. Í þessu tilviki hefði verið betra að hreinlega sleppa stjörnugjöfinni.Kannski væri ekki svo galið að fella alveg niður stjörnugjöfina í listgagnrýni á árinu sem nú er að ganga í garð.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar