Körfubolti

Þegar Pétur Guðmundsson fór illa með Celtics | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pétur í leik með Spurs gegn Lakers.
Pétur í leik með Spurs gegn Lakers.
Pétur Guðmundsson braut niður múra fyrir evrópska körfuboltamenn árið 1981 er hann var fyrsti Evrópumaðurinn til þess að vera valinn í nýliðavali NBA-deildarinnar.

Hann lék með Portland TrailBlazers, San Antonio Spurs og Los Angeles Lakers á ferli sínum í NBA-deildinni.

Í gær kom skemmtileg klippa á Youtube af Pétri eiga frábæran leik með Spurs gegn Boston Celtics árið 1988.

Pétur skoraði 8 stig, tók 8 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og varði 4 skot á 23 mínútum í leiknum. Aðeins Patrick Ewing komst nálægt þessari línu í deildinni þennan vetur og þurfti til þess 33 mínútur.

Þessi klippa er mögnuð og sýnir vel hversu fjölhæfur og lipur körfuboltamaður Pétur var.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×