Körfubolti

Þegar Harden setti Rubio á rassinn og hinir ökklabrjótarnir í febrúar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fátt er fallegra í körfuboltaleik en myndarlegur ökklabrjótur. Fullkomin „crossover“-hreyfing getur sett jafnvel bestu varnarmenn NBA-deildinnar í gólfið.

Það kom fyrir Ricky Rubio, leikstjórnanda Minnesota Timberwolves, í febrúarmánuði þegar James Jarden, leikstjórnandi Houston Rockets, fíflaði hann upp úr skónum í leik liðanna og sturtaði niður glæsilegu þriggja stiga skoti.

NBA-deildin er búin að taka saman tíu flottustu ökklabrjótana í febrúar og má sjá þá í myndbandinu hér að ofan. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Harden trónir á toppnum.

Þar koma fyrir frábærir leikmenn á borð við Andre Iguodala hjá Golden State, Jamal Crawford, leikmaður Clippers og Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers. Sjón er sögu ríkari.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×